Fćrsluflokkur: Íţróttir

Atskákmót til minningar um Bedda á Glófaxa haldiđ í Eyjum 11. maí

Taflfélag Vestmannaeyja stendur fyrir atskákmót laugardaginn 11. maí nk. til minningar um Bergvin Oddsson - Bedda á Glófaxa - skipstjóra og útvegsmann í Vestmannaeyjum í samstarfi viđ fjölskyldu hans. Bergvin féll frá 22. sept. sl. 75 ára ađ aldri. Bergvin tók virkan ţátt í starfsemi TV fljótlega eftir ađ fjölskylda hans flutti til Eyja áriđ 1964 og var mjög liđtćkur skákmađur og tók ţátt í mörgun skákmótum hjá félaginu. Eftir ađ hann fór í útgerđ á Glófaxa  Ve. nokkru eftir eldgosiđ á Heimaey 1973 dró nokkuđ úr ţáttöku hans, en Beddi leiddi í mörg ár skáksveit sjómanna í keppni ţeirra viđ landmenn á Sjómannadaginn. Bergvin var til margra áratuga einn af öflugustu bakhjörlum Taflfélags Vestmannaeyja.

Bergvini og minningu hans til heiđurs varđ ađ ráđi ađ efna til sérstaks skákmóts í samstarfi viđ fjölskyldu hans og til styrktar skáklifinu í Eyjum, laugardaginn 11. maí 2019, á gamla lokadaginn.

Minningarmótiđ hefst kl. 12.00 á hádegi og verđa tefldar 8 umferđir eftir hinu vinsćla atskákformi, 15. mín. á skák og +5 sek á leik. Eftir fjórar umferđir verđur tekiđ kaffihlé og síđan taka viđ ađrar fjórar umferđir. Reiknađ er međ ađ mótinu ljúki kl. 19.00 um kvöldiđ, úrslit kynnt og veitt vegleg verđlaun. Fyrstu verđlaun verđa 200 ţús. kr., 2. verđlaun 125 ţús. kr. og 3ju verđlaun 75 ţús. kr. Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands verđur mótsstjóri. Ekkert mótsgjald og allir velkomnir.

Herjólfur mun sigla sjö ferđir á dag milli Eyja og Landeyjahafnar ţegar mótiđ fer fram.  Fyrir keppendur ofan af landi sem ćtla ađ dvela daginn í Eyjum er hćgt ađ fara kl. 10.45  í 35 mín. siglingu frá Landeyjahöfn til Eyja (mćting 30 mín. fyrir brottför)  og frá Eyjum ađ loknu móti kl. 22.00 um kvöldiđ. Fyrir ţá sem ćtla ađ dvelja lengur er nćgt gistirými og margt ađ skođa í Eyjum - ţar sem voriđ kemur fyrst. Skráning á Beddamótiđ er á skák.is


Hallgrímur Steinsson Vestmannaeyjameistari 2019

Skákţing Vestmannaeyja 2019 hófst 24. janúar sl. og lauk 27. febrúar, teflt var í skáksetri Taflfélags Vestmannaeyja ađ Heiđarvegi 9.

Skakm2019

Keppendur voru átta og var tefld einföld umferđ, allir viđ alla. Teflt á fimmtudögum kl. 20.00 og sunnudögum kl. 13.00, en frestuđum skákum eftir atvikum. Umhugsunartími var 60 mín. ađ viđbćttum 30 sek á hvern leik.

Skákmeistari Vestmannaeyja 2019 varđ Hallgrímur Steinsson međ 5,5 vinning, í 2.-3. sćti voru Sigurjón Ţorkelsson og Arnar Sigurmundsson međ 5 vinninga.

Ţetta er í fyrsta skipti sem Hallgrímur hlýtur ţennan sćmdartitil og er hann 25 mađurinn sem hann hlýtur. Sitjandi meistari var Sigurjón Ţorkelsson, en hann boriđ tignina alls 13 sinnum, fyrst 1986, síđan 1988, 89, 91, 92, 93, 96, 97, 2002, 03, 06, 17 og síđast 2018. Arnar hefur veriđ Skákmeistari Vestmannaeyja 4 sinnum, fyrst 1964, 1969, 1970 og síđast 1979. 

Skákţing Vestmannaeyja 2019

Keppendaskrá -             1. umf. 2.umf. 3.umf. 4.umf  5.umf. 6.umf. 7. umf. vinn. röđ   

                           24/01   31/01  07/02  10/02  14/02  21/02   27/02  Samt

  1. Páll Árnason         1 (8)   0 (2)  0 (3)  0 (4)  1 (5)  0 (6)   0 (7)  2,0    6.
  2. Stefán Gíslason      1/2 (7) 1 (1)  1 (8)  1/2(3) 1 (4)  1/2(5)  0 (6)  4,5    4.-5
  3. Sigurjón Ţorkelsson  1/2 (6) 1 (7)  1 (1)  1/2(2) 1 (8)  0 (4)   1 (5)  5.0    2.-3.
  4. Hallgrímur Steinsson 1 (5)   1 (6)  1/2(7) 1 (1)  0 (2)  1 (3)   1 (8)  5,5    1. sćti
  5. Guđgeir Jónsson      0 (4)   1 (8)  0 (6)  0 (7)  0 (1)  1/2(2)  0 (3)  1,5    7.
  6. Einar B. Guđlaugsson 1/2 (3) 0 (4)  1 (5)  1 (8)  0 (7)  1 (1)   1 (2)  4,5    4.-5
  7. Arnar Sigurmundsson  1/2 (2) 0 (3)  1/2(4) 1 (5)  1 (6)  1 (8)   1 (1)  5,0    2.-3.
  8. Gísli Eiríksson      0 (1)   0 (5)  0 (2)  0 (6)  0 (3)  0 (7)   0 (4)  0,0    8.

 


Taflfélagiđ í 2 sćti og fer upp um deild

Taflfélag Vestmannaeyja lenti í 2. sćti í ţriđju deild á íslandsmóti skákfélaga sem lauk um síđustu helgi, en fyrri hluti mótsins fór fram í nóvember.

Félagiđ sendi tvćr sex manna sveitir á mótiđ, ađra í 3ju deild en hina í fjórđu deild. Alls tóku 17 keppendur frá TV ţátt í keppninni ţessa helgi, en talsvert fleiri ef fyrri umferđin eer talin međ. A Sveit TV endađi í öđru sćti af fjórtán sveitum í 3ju deild og teflir ţví í 2. deild nćsta haust. Alls voru tefldar sjö umferđir og kom ţessi góđi árangur nokkuđ á óvart, ţví eftir fyrri hlutann var sveitin í 7. sćti. Keppnin var mjög jöfn um 2. sćtiđ og var sveit TV ˝ vinningi fyrir ofan sveit Skagamanna ţegar upp var stađiđ.

Í fjórđu deild gekk sveit TV einnig vel og endađi í 5. sćti af 14. Sveitir TV eru skipađar félögum í TV, búsettum  í Eyjum eđa uppi á landi. Á fyrsta borđi tefldi Ćgir Páll Friđbertsson og ađrir í liđinum voru ţeir Nökkvi Sverrisson, Sigurjón Ţorkelsson, Sverrir Unnarsson, Kristófer Gautason, Lúđvík Bergvinsson, Aron Ellert Ţorsteinsson, Alexander Gautason, Hallgrímur Steinsson, Arnar Sigurmundsson, Andri Hrólfsson, Ólafur Hermannsson, Páll J. Ammendrup, Páll Ammendrup Ólafsson, Bjartur Týr Ólafsson og Sindri Freyr Guđjónsson.

Tefldu hver um sig ýmist 1, 2 eđa 3 skákir um helgina. Liđstjórar voru Arnar Sigurmundsson í 3ju deild og Ólafur Hermannsson í 4. deild. Ađ sögn Arnars formanns TV, kallar ţessi góđi árangur á enn ríkari kröfur til okkar manna á nćsta keppnistímabili, ţví sveitir í 2. deild á Íslandsmóti skákfélaga eru töluvert sterkari en í 3ju deild.  Á sama hátt verđur spennandi verkefni ađ koma sveit TV í fjórđu deild upp í ţriđju deild ađ ári.


Taflfélag Vestmannaeyja međ tvćr sveitir.

Íslandsmót skákfélaga 2018-2019

Taflfélag Vestmannaeyja međ tvćr keppnissveitir.

taflmynd (002)  Íslandsmót skákfélaga 2018-2019, fyrri hluti fór fram í Rimaskóla í Grafarvogi 8.-11. nóv. 2018. Teflt er í fjórum deildum og tóku 46 sveitir ţátt og voru keppendur sem tóku ţátt um 400 talsins allstađar af landinu og einnig nokkrir erlendir skákmenn. Taflfélag Vestmannaeyja var međ tvćr sex manna sveitir, ađra í 3ju deild og hina í ţeirri 4. Félagiđ tók ţá ákvörđun af fjárhagslegum ástćđum fyrir ţremur árum ađ byggja alfariđ á innlendum skákmönnum sem eru allir félagsmenn í TV.

  Á myndinni eru frá vinstri; Karl Gauti Hjaltason, Ólafur Hermannsson, Arnar Sigurmundsson formađur TV, Stefán Gíslason og Einar Sigurđsson.

  Alls tóku 20 félagsmenn TV ţátt í keppninni og tefldu frá einni til fjórar skákir hver um sig. Eftir fjórar umferđir er liđ TV í 3ju deild í sjöunda sćti af 14, međ tvo sigra og tvö töp og liđ TV í fjórđu deild er í fimmta sćti af 14, einnig međ tvo sigra og tvö töp. Arnar Sigurmundsson form. TV segir menn mjög sátta viđ stöđuna, en í mars 2019 verđur mótiđ klárađ, ţegar síđustu ţrjár umferđirnar verđa. Sem fyrr sagđi var liđ TV blanda heimamanna og brottfluttra og vakti nokkra athygli ađ í liđi Eyjamanna voru tveir núv. alţingismenn, Páll Magnússon og Karl Gauti Hjaltason auk eins fyrrum ţingmanns, Lúđvík Bergvinsson og lögđu ţeir sitt af mörkum fyrir góđu gengi sveitanna.


Árangur TV á Íslandsmóti skákfélaga 2018 ţokkalegur

  Íslandsmót skákfélaga 2017-2018 fór fram eins og oft áđur í Rimaskóla í Reykjavík. Ţar er mjög jákvćtt viđmót skólastjórnenda og annara sem komu ađ framkvćmd mótsins til skáklistarinnar.  

Fyrri hluti mótsins, fjórar umferđir fóru fram 20.-22. október 2017 og seinni hlutinn, ţrjár umferđir 2.-3 mars 2018. Taflfélag Vestmannaeyja sendi tvćr sveitir til keppni. TV vann sig upp í 3. deild voriđ 2017 og ţá var ákveđiđ ađ senda einnig sveit í 4. deild. Ljóst var ađ á brattann var ađ sćkja í 3ju deild, ţar sem fyrir voru í fleti öflugar skáksveitir af höfuđborgarsvćđinu og af landsbyggđinni. Teflt er á sex borđum í 3. og 4. deild og til ađ manna tvćr sveitir ţurfa ađ vera til stađar liđlega 20 keppendur vegna forfalla og fjarveru keppenda. Ólafur Hermannsson var liđsstjóri TV í 4. deild  og Arnar Sigurmundsson, form. TV var liđsstjóri í 3. deild.

Eftir fyrrihluta keppninnar var útlitiđ ekki gott í 3ju deild, en ţar voru 14 skáksveitir, ţrjú liđ falla og TV var ţá í 12. sćti, fallsćti. Í seinni hluta mótsins í mars sl. gekk sveitinni betur og enduđum viđ í 10. sćti eftir spennandi lokaumferđir. Ţessi niđurstađa var sannarlega ákveđinn varnarsigur, en mikil forföll keppenda höfđu sín áhrif á árangur liđsins.

Sveit TV í 4. deild gekk öllu betur, en ţar voru 18 skáksveitir. Eftir fyrrihlutann var TV í 6. sćti og ţegar upp var stađiđ frá skákborđum í mars 2018 var sveitin í 10. sćti sem er mjög ţokkalegur árangur.

Taflfélag Vestmanaeyja ţakkar félagsmönnum sínum fyrir ţáttökuna í mótinu. Ţađ reyndist meira púsluspil en reiknađ var međ ađ ná saman fullskipuđum liđum í hverja umferđ en ţađ tókst og komu um 25 félagar í TV viđ sögu og eru ţeir ýmist búsettir í Eyjum eđa á fastalandinu.


Sigurjón skákmeistari Vestmannaeyja 2018

  Skákţing Vestmannaeyja 2018 hófst 17. janúar sl. og voru tefldar sjö umferđir ( einföld umferđ) í skáksetri TV viđ Heiđarveg.  Sigurjón Ţorkelsson, margreyndur Vestmannaeyjameistari vann mótiđ og hlaut  6 ˝  vinninga.  Í öđru sćti varđ Einar B. Guđlaugsson međ 5 ˝ vinninga og í 3.-4. sćti Ţórarinn Ingi Ólafsson og Arnar Sigurmundsson međ 5 vinninga. Í fimmta sćti varđ Páll Árnason fyrrum múrari međ 3 vinninga.  Mótiđ tókst vel og voru teflar 1-2 umferđir á viku.


Taflfélagiđ upp í 3 deild !

 Á Íslandsmóti skákfélaga sem lauk í mars síđastliđnum komst Taflfélag Vestmannaeyja loks upp úr 4 deild og mun tefla í 3 deild í haust. Keppendur á mótinu voru um 300-350 talsins á aldrinum 5-84 ára og komu víđsvegar ađ af landinu. Telft var í fjórum deildum og voru sjö umferđir nema í efstu deild. Taflfélag Vestmannaeyja dró sig út úr efstu deild voriđ 2015 vegna mikils kostnađar, en félagiđ var m.a. međ erlenda stórmeistara á sínum snćrum og barđist í mörg ár um efstu sćtin og lenti t.a.m. fjórum sinnum í öđru sćti á 10 árum.

 TV fór ţví aftur á byrjunarreit í 4. deild, en fjórtán liđ voru í deildinni og komust ţrjú efstu liđin upp í 3. deild. Sveit Taflfélags Vestmannaeyja varđ í 2.-3 sćti ásamt félögum okkar í Skákfélagi Sauđárkróks og voru liđin jöfn međ 11 stig af 14 mögulegum.  B- sveit Víkingaklúbbsins varđ efst međ 14 stig eđa fullt hús. TV  vann í 5 skipti, gerđi 3-3 jafntefli viđ Sauđárkrók, en tapađi 2-4 á móti Víkingaklúbbnum. Teflt var á sex borđum í hverri umferđ. Bestum árangri í liđi TV náđu Lúđvík Bergvinsson sem var međ fullt hús í fjórum skákum, Alexander Gautason hlaut 5,5 vinninga af 6, Kristófer Gautason 4,5 vinninga af 5 og Ćgir Páll Friđbertsson 2,5 vinninga af 3 mögulegum. Alls komu 12 skákmenn frá TV viđ sögu á Islandsmótinu ađ ţessu sinni.  

  TV hyggst vera međ tvćr sveitir á Íslandsmóti skákfélaga í haust, í 3. og 4. deild og munu  um 20  keppendur koma ađ ţví verkefni ađ sögn Arnars Sigurmundssonar formanns Taflfélags Vm., en jafnframt lýsti hann ánćgju međ árangurinn á mótinu en hann ásamt Karli Gauta Hjaltasyni voru liđstjórar TV. Vonast er til ađ gamlir félagar TV á höfuđborgarsvćđinu munu ganga til liđs viđ félagiđ í einhverjum mćli í sumar.


Sigurjón skákmeistari Vestmannaeyja 2017

  Hinn 8. janúar hófst skákţing Vestmannaeyja 2017 og lauk mótinu í gćrkvöldi 9. febrúar. Ţáttakendur voru sex og tefldar voru tvćr umferđir međ 60 mínútna umhugsunartíma auk 30 sek. á hvern leik.

  Sigurvegari og Skákmeistari Vestmannaeyja 2017 varđ Sigurjón Ţorkelsson, en hann hlaut 9 vinninga af 10 mögulegum.  Í öđru sćti varđ Einar B. Guđlaugsson međ 7,5 vinninga og í ţriđja sćti varđ Stefán Gíslason fráfarandi meistari međ 5 vinninga.

  Sigurjón er nú meistari í 12 sinn, en hann varđ fyrst Skákmeistari Vestmannaeyja 1986 og síđast 2006 og hefur orđiđ meistari oftar en nokkur annar.  Einar B. Guđlaugsson varđ Skákmeistari Vestmannaeyja á árunum 1965 til 1968 eđa 4 ár í röđ. Ađrir keppendur voru Arnar Sigurmundsson, Gísli Eiríksson og Ţórarinn I. Ólafsson, allt gamalkunnar kempur úr félaginu.

Mótstafla

 

 

 

EBG

SG

AS

ŢIÓ

GEi

Alls

1

Sigurjón

X

1 / 1

1/ 1

1 / ˝

1 / ˝

1 / 1

9

2

Einar

0 / 0

X

1 / 1

1 / ˝

1 / 1

1 / 1

7,5

3

Stefán

0 / 0

0 / 0

X

1 / ˝

˝ / 1

1 / 1

5

4

Arnar

0 / ˝

0 / ˝

0 / ˝

X

˝ / ˝

1 / 1

4,5

5

Ţórarinn

0 / ˝

0 / 0

˝ / 0

˝ / ˝

X

1 / 1

4

6

Gísli

0 / 0

0 / 0

0 / 0

0 / 0

0 / 0

X

0

 


Jólamótiđ verđur 28. desember

  Jólahrađskákmót Vestmannaeyja fer fram miđvikudaginn 28. desember kl. 19.30 í Skáksetrinu ađ Heiđarvegi 9a í Vestmannaeyjum húsnćđi TV. Tímamörk 5 mínútur og 3 sek. á leik. 


Skákţing Vestmannaeyja hefst 8 janúar

Skákţing Vestmannaeyja 2017 hefst sunnudaginn 8. janúar nk. kl. 14.00 og lýkur í lok janúar og fer fram í Skáksetrinu ađ Heiđarvegi 9a í Vestmannaeyjum. Núverandi skákmeistari Vestmannaeyja er Stefán Gíslason.

Tímamörkin verđa 60 mínútur á keppenda auk 30 sekúntna á hvern leik. Mótiđ er komi đá mótatöflu SÍ fyrir 2017.


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband