Árangur TV á Íslandsmóti skákfélaga 2018 þokkalegur

  Íslandsmót skákfélaga 2017-2018 fór fram eins og oft áður í Rimaskóla í Reykjavík. Þar er mjög jákvætt viðmót skólastjórnenda og annara sem komu að framkvæmd mótsins til skáklistarinnar.  

Fyrri hluti mótsins, fjórar umferðir fóru fram 20.-22. október 2017 og seinni hlutinn, þrjár umferðir 2.-3 mars 2018. Taflfélag Vestmannaeyja sendi tvær sveitir til keppni. TV vann sig upp í 3. deild vorið 2017 og þá var ákveðið að senda einnig sveit í 4. deild. Ljóst var að á brattann var að sækja í 3ju deild, þar sem fyrir voru í fleti öflugar skáksveitir af höfuðborgarsvæðinu og af landsbyggðinni. Teflt er á sex borðum í 3. og 4. deild og til að manna tvær sveitir þurfa að vera til staðar liðlega 20 keppendur vegna forfalla og fjarveru keppenda. Ólafur Hermannsson var liðsstjóri TV í 4. deild  og Arnar Sigurmundsson, form. TV var liðsstjóri í 3. deild.

Eftir fyrrihluta keppninnar var útlitið ekki gott í 3ju deild, en þar voru 14 skáksveitir, þrjú lið falla og TV var þá í 12. sæti, fallsæti. Í seinni hluta mótsins í mars sl. gekk sveitinni betur og enduðum við í 10. sæti eftir spennandi lokaumferðir. Þessi niðurstaða var sannarlega ákveðinn varnarsigur, en mikil forföll keppenda höfðu sín áhrif á árangur liðsins.

Sveit TV í 4. deild gekk öllu betur, en þar voru 18 skáksveitir. Eftir fyrrihlutann var TV í 6. sæti og þegar upp var staðið frá skákborðum í mars 2018 var sveitin í 10. sæti sem er mjög þokkalegur árangur.

Taflfélag Vestmanaeyja þakkar félagsmönnum sínum fyrir þáttökuna í mótinu. Það reyndist meira púsluspil en reiknað var með að ná saman fullskipuðum liðum í hverja umferð en það tókst og komu um 25 félagar í TV við sögu og eru þeir ýmist búsettir í Eyjum eða á fastalandinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband