31.12.2011 | 17:33
Björn Ívar sigrađi Volcano mótiđ.
Í dag, gamlársdag fór fram hiđ árlega Volcano skákmót á Veitingastađnum Volcano í Vestmannaeyjum. Ađ ţessu sinni var mótiđ til styrktar Steingrími Jóhannessyni og rann öll innkoma mótsins kr. 20.000 honum til styrktar.
Alls mćttu 16 keppendur til leiks og voru tefldar 9 umferđir, 5 mínútna skákir. Nokkrir gamlir félagar mćttu, t.d. Ágúst Már Ţórđarson, sem teflir nú á Austurlandi, Lúđvík Bergvinsson félagi okkar í Reykjavík, Mikhael Starosta, nýr félagi í TV ađ ógleymdum sendiherra okkar á höfuđborgarsvćđinu, Einari K. Einarssyni og ţá komu líka ţeir Eyţór og Jörgen.
Ţá mćtti Grímhildur, völva félagsins og sást hún á löngu spjalli viđ Einar K. sem mun hafa fengiđ skíra sýn á nćsta ár hjá sér og á eftir sagđist hann vera búin ađ breyta utanlandsferđinni í sumar eftir leiđbeiningum Hildu. Grímhildur mun nú vera ađ skrifa nákvćma spá fyrir áriđ 2012 sem mun verđa birt á fyrstu dögum nýja ársins og ţá munu margir fá ţađ óţvegiđ og óţegiđ ef svo ber undir. Hilda gamla, eins og hún er kölluđ sagđist hafa haft mikla ánćgju af ţví ađ fylgjast međ mótinu og sérstaklega ţar sem veriđ sé ađ vinna ađ góđu málefni. Hún sagđi ađ í kvöld yrđi gott veđur til ađ skjóta upp flugeldum í Eyjum, en ađspurđ sagđist hún sjálf bara nota heimatilbúin trix, hún sendi á loft nornaelda, kveikti galdrabrennu í Stafsnesi í kvöld og kallađi fram eldglćringar eftir ţví sem hún nennti. Í nótt vćri sérstök galdastefna hjá sér í Dalfjallinu og myndu kerlingar mćta hvađanćva af norđurlöndunum, vinkonur hennar til margra ára.
Nánari Úrslit:
Mótiđ í heild.
1. Björn Ívar Karlsson 8,5 vinningar
1. Einar K. Einarsson 8,5 vinningar
3. Sverrir Unnarsson 6 vinningar
4. Lúđvík Bergvinsson 5 vinn.
4. Nökkvi Sverrisson 5 vinn.
4. Ţórarinn Ólafsson 5 vinn.
4. Stefán Gislason 5 vinn.
Yngri en 15 ára.
1. Kristófer Gautason 4,5 vinn.
2. Dađi Steinn Jónsson 4 vinn.
3. Sigurđur Magnússon 3 vinn.
Yngri en 12 ára.
1. Sigurđur Magnússon 3 vinn.
1. Jörgen Freyr Ólafsson 3 vinn.
3. Eyţór Dađi Kjartansson 2 vinn.
Íţróttir | Breytt s.d. kl. 17:46 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2011 | 15:15
Volcano mótiđ til styrktar Steingrími.
Minnum á hiđ árlega Volcano skákmót, sem fer fram á Gamlársdag kl. 13:00 á veitingastađnum Volcano viđ Strandveg. Allir hjartanlega velkomnir. Mótiđ verđur á léttu nótunum og verđa tefldar 5 mínútna skákir, 7, 9 eđa 11 umferđir eftir ţátttöku.
Ţátttökugjald á mótinu verđur kr. 1.000 á mann og rennur allur ágóđi til styrktar Steingrími Jóhannessyni og fjölskyldu, sem berjast viđ erfiđ veikindi.
Íţróttir | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2011 | 15:11
Spá völvu TV fyrir 2012
Hér birtist svo spádómar Grímhildar, völvu Taflfélags Vestmannaeyja fyrir áriđ 2012, sem svo margir hafa beđiđ eftir :
Hver verđur nćsti skákmeistari Vestmannaeyja ?
"Ég sé ađ ţetta verđur hörkuspennandi mót, en ađ lokum mun Einar Guđlaugsson standa uppi sem sigurvegari, en hann kemur sterkur inn í spánna ađ ţessu sinni". Rétt er ađ geta ţess ađ Einar varđ síđast skákmeistari Vestmannaeyja á sjöunda áratug síđustu aldar svo ef spáin reynist rétt er ţarna um stórmerkilegan atburđ ađ rćđa í íslenskri skáksögu.
Hvernig mun taflmennskan vera í Eyjum á nćstunni ?
"Já, ţađ er vaxandi gróska, Nökkvi og ungu strákarnir munu standa sig vel og stúlkunni fer fram. Stebbi Gilla mun verđa óbrotinn allt ţetta ár og verđur međ í deildó. Ţórarinn á eftir ađ tefla meira međ ykkur, en Sverrir og formađurinn munu ekki bćta miklu viđ sig. Svo sé ég einhverja múrara sem eru mikiđ hér í Eyjum, en ég get ekki alveg stađsett ţá á mótum félagsins".
Verđa einhverjar mannabreytingar í sveitum TV ?
"Já, ţađ verđur heiklmikiđ ađ gerast ţar, liđsstjórinn mun elta uppi hina ólíklegustu skákmenn og B sveitin mun fá liđsauka, en ţađ verđa líka einhverjir sem munu yfirgefa skútuna".
Hvađa félag vinnur Íslandsmót skákfélaga ?
"Ég sé nú ekki alveg hvađ ţetta félag heitir, en ţađ eru staflar af peningum í kringum ţá, ţessa pilta og ţeir eru međ bikarinn í sínum höndum, ţađ er ljóst".
En Taflfélag Vestmannaeyja ?
"Ţeir eru međ verđlaunapeninga, en ekki bikar, svo ţeir hljóta ađ ná 2 eđa 3 sćti". "Ég sé ađ hópurinn ykkar er skipađur vćnstu piltum og einhver talar á framandi tungumáli, en ţađ gera ţeir líka í hinum liđunum. Liđsstjórinn er ansi hreint myndarlegur, ég minnist ţess ekki ađ hafa séđ hann hér í Eyjum síđan ég flutti hingađ".
En međ okkar sterkustu menn ?
"Helgi Ólafs. mun bćta viđ ef eitthvađ er, eftir frábćrt ár 2011, ţar sem hann hefur eiginlega komiđ mest á óvart af öllum íslenskum skákmönnum. Björn Ívar verđur međ á fleiri mótum en nokkru sinni og stendur sig afar vel. Henrik mun eflast á árinu".
Verđur eitthvađ ađ gerast hjá Skáksambandinu ?
"Ég sé ađ hinn fjallmyndarlegi og bráđskemmtilegi Maggi Matt. mun sćkjast eftir ćđstu metorđum annađ hvort í SÍ eđa ţá Vinjum, ég sé ekki alveg á hvađa vettvangi ţetta er".
Eitthvađ ađ lokum, Hilda gamla ?
"Já, hvar skrái ég mig í TV ?"
Íţróttir | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
29.12.2011 | 11:01
Volcano mótiđ á gamlársdag.
Á gamlársdag fer fram hiđ árlega Volcano skákmót í Vestmannaeyjum, en ţetta mót er 4 ára gamalt og hefur veriđ haldiđ í samstarfi viđ Volcano veitingahúsiđ í Vestmannaeyjum. Ađ venju eru allir velunnarar félagsins velkomnir og hefst ţađ kl. 13:00 á veitingastađnum Volcano viđ Strandveg í Vestmannaeyjum. Verđlaun verđa pizzuúttektir á veitingastađnum og fleira.
Ađ ţessu sinni mun óvenjulegur gestur mćta á mótsstađ, en ţađ er völva Taflfélagsins, Grímhildur Ţrúđur Geirlaugsdóttir, kölluđ Hilda gamla, en hennar sérgrein hefur veriđ í gengum tíđina ađ spá fyrir um eldsumbrot.
Grímhildur er nýflutt til Eyja, býr í kofa sem hún leigir norđan í Dalfjalli og vinnur á vöktum í Vinnslustöđinni. Ađspurđ segist hún bćđi vinna viđ fiskvinnslu og einnig í markađsdeild félagsins međ nýja afurđ sem enn hefur ekki veriđ kvótasett, svokölluđ Pétursskip, en ţau seljast grimmt á galdramarkađi í miđ-evrópu, ţar sem Hilda ţekkir vel til. Hún hafđi samband viđ forsvarsmenn TV og taldi tilvaliđ og rétt ađ varpa fram spádómum sínum fyrir áriđ 2012 á Volcano mótinu, ţađ vćri auđvitađ rétti vettvangurinn. Rifja má upp í ţessu sambandi ađ hún spáđi fyrir um Eyjafjallajökulsgosiđ, Grímsvatnagosiđ, Kötlugosiđ 1918 ađ ógleymdu gosinu í Örćfajökli 1362.
"Nei ég kann ekkert ađ tefla, en ég sé alveg hver vinnur mótiđ, ţađ liggur í augum uppi og er alveg kristaltćrt hér í kúlunni minni". Ekki vildi hún gefa ţađ upp, sagđi ađ ţá yrđu hinir keppendurnir svo fíldir. "En ég get sagt ţađ ađ sigurvegarinn er vćnsti piltur og áriđ 2012 mun verđa honum happadrjúgt, bćđi í einkalífinu og á skáksviđinu". Ađspurđ af SKÁKEYJUNNI hvernig stjórn TV muni reiđa af í nánustu framtíđ sagđi hún "suss uss ţeim gengur nú hvorki upp né niđur í skákinni, en ég sé mikiđ af neftóbaki í kúlunni minni, ţessir líka myndarmenn". Restin af viđtalinu viđ Hildu birtist á morgun, en ţar svarar hún mörgum lykilspurningum um framtíđ TV og skákarinnar á Íslandi.
Hilda gamla á Strandveginum í Eyjum fyrir framan Krónuna, vel tilhöfđ á Ţorláksmessugöngu sinni.
Íţróttir | Breytt s.d. kl. 15:39 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
27.12.2011 | 10:49
Sverrir vann MCIIL Jólamót TV
Á jóladag fór fram 1148 (MCIIL eđa MCXLVIII) Jólamót TV og varđ sigurvegari ađ ţessu sinni Sverrir Unnarsson sem vann alla andstćđinga sína og fékk veglegan pakka af jólakonfekti í verđlaun. Ađ ţessu sinni mćttu níu keppendur, spariklćddir og fínir eftir venju ţessa dags. Tefldar voru 5 mínútna hrađskákir og höfđu ungu mennirnir ţar nokkuđ forskot á ţá sem eldri eru og svifaseinni, allir nema Sverrir sem er í hörkuformi.
Sćti | Nafn | Vinn | SB |
1 | Sverrir Unnarsson | 8 | 32,00 |
2 | Nokkvi Sverrisson | 7 | 24,50 |
3 | Dadi Steinn Jonsson | 5 | 14,50 |
4 | Kristofer Gautason | 4˝ | 12,00 |
5 | Einar Sigurdsson | 4 | 11,50 |
6 | Stefan Gislason | 3˝ | 8,00 |
7 | Karl Gauti Hjaltason | 3 | 6,50 |
8 | Thorarinn I Olafsson | 1 | 0,50 |
9 | Hafdis Magnusdottir | 0 | 0,00 |
Íţróttir | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2011 | 16:08
Jólaskákmót TV á Jóladag.
Eftir aldagamalli hefđ verđur Jólaskákmót TV haldiđ á Jóladag og hefst kl. 13:00. Allir félagsmenn og ađrir velunnarar félagsins eru ađ venju velkomnir. Jólakonfekt í verđlaun.
Ţađ er óţarfi ađ taka fram ađ ţetta er eina skákmótiđ á landinu sem í bođi er á jóladag og munu margir áhugasamir skákmenn međ heimilisfesti uppi á fastalandinu hafa hugsađ sér til hreyfings til ţess ađ geta tekiđ í skák ţegar jólasteikin kraumar notalega í vömbinni. Ţannig mun hafa heyrst ađ vinir vorir á hinu víđ- og flatlenda Suđurlandi ćtla ađ gera hópferđ á mótiđ, enda lítiđ um ađ vera á tilbreytingarlausum sléttunum á ţessum tíma árs.
Margir fornleifafrćđingar hafa leitast viđ ađ fastsetja hvenćr Jólamótiđ var fyrst haldiđ og eru nýjustu fréttir ţćr ađ fundist hafa fornleifar í Herjólfsdal frá ţví fyrir landnám, ţar sem rannsókn á tveimur beinagrindum hafa leitt í ljós ađ ţćr hafa setiđ viđ tafl ţegar ţćr létust, enda biđskákir óvenju langar á ţessum tíma og gátu tekiđ heilu og hálfu veturna. Ţá vakti ţađ forvitni fornleifafrćđinganna ađ annar skákmađurinn hafđi riddara falinn í annari hendinni. Ţormóđur Skjaldarson fornleifafrćđingur sagđi í tilefni af ţessum fundi í viđtali viđ SKÁKEYJUNA : "Ég tel fullvíst ađ ţarna sé komiđ í ljós fyrsta svindliđ í skáksögunni", og skýrđi ţađ nánar "ég tel ađ hann hafi ćtlađ ađ lćđa manninum inn á borđiđ ţegar andstćđingur hans dottađi yfir leiknum, enda gjóir hann augunum lymskulega í átt ađ andstćđingi sínum".
Gröf fyrsta skáksvindlarans í Herjólfsdal. Vel má greina riddara í hćgri hendi beinagrindarinnar. Fćturnir neđst á myndinni tilheyra Ţormóđi Skjaldarsyni fornleifafrćđingi.
Íţróttir | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2011 | 11:46
Hrađskákmót á miđvikudaginn.
Íţróttir | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2011 | 23:26
Nökkvi sigrađi í hnífjöfnu Haustmóti TV.
Í gćr lauk Haustmóti TV ţegar Kristófer og Nökkvi tefldu sín á milli, en ţeirri skák hafđi veriđ frestađ um nokkurt skeiđ. Kristófer, sem hafđi hvítt sigrađi Nökkva.
Mótiđ reyndist vera afar jafnt og feđgarnir Nökkvi og Sverrir enduđu međ 4 vinninga, en sonurinn Nökkvi telst sigurvegari á stigum. Ađrir feđgar urđu jafnir í 3 sćti, en ţar var fađirinn ofar syninum á stigum. Ţó nokkuđ var um óvćnt úrslit í mótinu, ţegar stigalćgri menn unnu sigur á ţeim stigahćrri og munar ekki nema 0,5 vinningi á efstu fjórum mönnum og 1 vinningi á efstu sex.
Haustmót TV 2011 - Lokastađa:
Nr. | Nafn | Stig | 1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | Vin |
1 | Nökkvi Sverrisson | 1951 | * | 1 | 0 | 0 | 1 | 1 | 1 | 4 |
2 | Sverrir Unnarsson | 1901 | 0 | * | 0 | 1 | 1 | 1 | 1 | 4 |
3 | Karl Gauti Hjaltason | 1538 | 1 | 1 | * | 0 | ˝ | 0 | 1 | 3,5 |
4 | Kristófer Gautason | 1580 | 1 | 0 | 1 | * | 0 | ˝ | 1 | 3,5 |
5 | Stefán Gíslason | 1684 | 0 | 0 | ˝ | 1 | * | ˝ | 1 | 3 |
6 | Dađi St. Jónsson | 1633 | 0 | 0 | 1 | ˝ | ˝ | * | 1 | 3 |
7 | Hafdís Magnúsdóttir | 1078 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | * | 0 |
Íţróttir | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2011 | 21:58
Nökkvi efstur á hrađskákmóti
Nökkvi varđ efstur á hrađskákmóti í kvöld. Hann vann alla andstćđinga sína en nćstur komu Sverrir og í ţriđja varđ Kristófer.
Nafn | 1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | Vinn | |
1 | Nökkvi Sverrisson | * | 2 | 2 | 2 | 2 | 2 | 10 |
2 | Sverrir Unnarsson | 0 | * | 2 | 2 | 2 | 2 | 8 |
3 | Kristófer Gautason | 0 | 0 | * | 2 | 1 | 2 | 5 |
4 | Dađi Steinn Jónsson | 0 | 0 | 0 | * | 2 | 2 | 4 |
5 | Karl Gauti Hjaltason | 0 | 0 | 1 | 0 | * | 2 | 3 |
6 | skotta | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | * | 0 |
Íţróttir | Breytt s.d. kl. 22:05 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2011 | 13:58
Hrađskákmót í kvöld
Íţróttir | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)