Skákþing Vestmannaeyja - 5. umferð

Á miðvikudag var tefld 5. umferð Skákþingsins og var hart barist að venju.
Sverrir sigraði Sigurð eftir að sá síðarnefndi sá ekki vörn gegn mátsókn í flókinni stöðu.
Jörgen stóð lengi í Kristófer en lék síðan illa af sér og tapaði. Jörgen búinn að tefla vel en vantar aðeins upp á heppni til að innbyrða punktana.
Michal og Stefán tefldu hörkuskák þar sem ekki var mikið spáð í liðsafla. Í miðtaflinu virtist Stefán vera á góðri leið með að innbyrða vinning en Michal sneri á hann og náði hættulegri sókn. Stefán gafst síðan upp í flókinni stöðu sem var alls ekki töpuð.
Gauti og Daði Steinn tefldu lengstu skák umferðarinnar og var lengi jafnt en Daði náði að snúa á formanninn í endataflinu og landa sigri.
Skák Nökkva og Einars var frestað.
í gær tefldu síðan Stefán og Jörgen Freyr frestaða skák úr 2. umferð þar sem Stefán sigraði eftir mikla baráttu.
Á morgun tefla Stefán og Nökkvi frestaða skák úr 3. umferð


úrslit 4. umferðar

NafnStigúrslitNafnStig
Nökkvi Sverrisson1930frestaðEinar Guðlaugsson1928
Kristófer Gautason16641  -  0Jörgen Freyr Ólafsson1167
Michal Stariosta01  -  0Stefán Gíslason1869
Sigurður A Magnússon13670  -  1Sverrir Unnarsson1946
Karl Gauti Hjaltason15640  -  1Daði Steinn Jónsson1695


staðan eftir 5. umferð 

SætiNafnStigVinSB 
1Sverrir Unnarsson19468,25 
2Einar Guðlaugsson192848,001 frestuð
3Michal Stariosta034,50 
4Karl Gauti Hjaltason15646,25 
5Daði Steinn Jónsson16955,25 
6Nökkvi Sverrisson19304,752 frestaðar
7Kristófer Gautason16643,25 
8Stefán Gíslason18691,751 frestuð
9Jörgen Freyr Ólafsson116700,00 
 Sigurður A Magnússon136700,00 


6. umferð - miðvikudaginn 1. febrúar

NafnStig NafnStig
Einar Guðlaugsson1928-Daði Steinn Jónsson1695
Sverrir Unnarsson1946-Karl Gauti Hjaltason1564
Stefán Gíslason1869-Sigurður A Magnússon1367
Jörgen Freyr Ólafsson1167-Michal Stariosta0
Nökkvi Sverrisson1930-Kristofer Gautason1664


chess-results


Skákþing Vestmannaeyja - Einar efstur eftir 4. umferð

  Í gær fór fram fjórða umferð Skákþingsins og voru tefldar 4 skákir.  Eftir fjórar umferðir er Einar efstur og hefur sigrað í öllum sínum skákum.

  Um daginn voru tefldar 2 skákir en Daði Steinn hirti vinning af Sigurði sem mætti ekki til skákarinnar, Sverrir vann Stariosta og Nökkvi vann Jörgen Frey.  Um kvöldið sigraði síðan Einar Karl Gauta og Kristófer og Stefán gerðu jafntefli.


Úrslit 4. umferðar

NafnStigÚrslNafn
Einar Guðlaugsson1928

1  -  0

Karl Gauti Hjaltason
Daði Steinn Jónsson1695

+  -  -

Sigurður A Magnússon
Sverrir Unnarsson1946

1  -  0

Michal Stariosta
Stefán Gíslason1869

½  -  ½

Kristófer Gautason
Jörgen Freyr Ólafsson1167

0  -  1

Nökkvi Sverrisson

Staðan eftir 4. umferð

SætiNafnStigFEDVSB 
1Einar Guðlaugsson1928ISL47,00 
2Sverrir Unnarsson1946ISL5,25 
3Karl Gauti Hjaltason1564ISL4,75 
4Nökkvi Sverrisson1930ISL3,251 frestuð
5Michal Stariosta0POL22,00 
6Daði Steinn Jónsson1695ISL1,75 
7Kristófer Gautason1664ISL1,75 
8Stefán Gíslason1869ISL½0,752 frestaðar
9Jörgen Freyr Ólafsson1167ISL00,001 frestuð
10Sigurður A Magnússon1367ISL00,00 

5. umferð - miðvikudaginn 25. janúar kl. 19:30

NafnStigÚrslNafnStig
Nökkvi Sverrisson1930 Einar Guðlaugsson1928
Kristófer Gautason1664 Jörgen Freyr Ólafsson1167
Michal Stariosta0 Stefán Gíslason1869
Sigurður A Magnússon1367 Sverrir Unnarsson1946
Karl Gauti Hjaltason1564 Daði Steinn Jónsson1695

chess-results


Skákþing Vestmannaeyja 4. umferð

4. umferð Skákþing Vestmannaeyja verður tefld á morgun sunnudag kl. 14.

Pörun 4. umferðar

Einar - Karl Gauti
Daði Steinn - Sigurður Arnar
Sverrir - Michal
Stefán - Kristófer
Jörgen - Nökkvi

chess-results

 


Skákþing 3. umferð

  Þriðja umferð Skákþingsins fór fram í gærkvöldi og voru tefldar 2 skákir.  Sverrir hafði svart gegn Kristófer og tefldu þeir franska vörn.  Sverrir náði peði í miðtafli og eftir mikil uppskipti var sigurinn hans.

  Michal hafði hvítt á Daða Stein og tefldu þeir heilmikil sóknarskák með flóknum stöðum, þar sem þeir skiptust á að eiga betra.  Daði Steinn tefldi fremur óvarlega og Michal nýtti sér það á réttum tíma og þegar komið var út í endatafl hafði Michal biskup og sex peð á móti hrók og fjórum peðum.  Í þessari stöðu gætti Daði Steinn ekki að sér og tókst Michal að króa hrók hans af og nýttist hann ekki eftir það. Þá reyndi Daði Steinn að sprengja upp peðastöðu hvíts, en þurfti að gefa tvö peð fyrir líf hróksins og þá var ekki að sökum að spyrja að skákin var töpuð. 

Einar Guðlaugs og Karl Gauti fengu vinning þar sem mótherjar þeirra mættu ekki.

Úrslit 3. umferðar.

NameRtgRes.NameRtg
Jörgen Freyr Ólafsson1167

-  -  +

Einar Guðlaugsson1928
Nökkvi Sverrisson1930

frestað

Stefán Gíslason1869
Kristófer Gautason1664

0  -  1

Sverrir Unnarsson1946
Michal Starosta0

1  -  0

Daði Steinn Jónsson1695
Sigurður A Magnússon1367

-  -  +

Karl Gauti Hjaltason1564

Staðan eftir 3. umferð:

RankNameRtgPtsSB 
1Einar Guðlaugsson192833,00 
2Karl Gauti Hjaltason15644,50 
3Sverrir Unnarsson19462,25 
4Michal Starosta021,00 
5Nökkvi Sverrisson19301,751 frestuð
6Kristófer Gautason166411,25 
7Daði Steinn Jónsson1695½0,50 
8Stefán Gislason186900,002 frestaðar
 Jörgen Freyr Ólafsson116700,001 frestuð
 Sigurður A Magnússon136700,00 

4. umferð - sunnudaginn 22. janúar kl. 14

NameRtgRes.NameRtg
Einar Guðlaugsson1928

kl. 18

Karl Gauti Hjaltason1564
Daði Steinn Jónsson1695-Sigurður A Magnússon1367
Sverrir Unnarsson1946-Michal Starosta0
Stefán Gislason1869-Kristófer Gautason1664
Jörgen Freyr Ólafsson1167-Nökkvi Sverrisson1930

chess-results


Skákþing Vestmannaeyja 2. umferð

  Önnur umferð skákþingsins fór fram í gær og voru tefldar 3 skákir, en tveimur var frestað.

  Feðgarnir, Sverrir og Nökkvi mættust og sömdu jafntefli eftir að upp kom staða þar sem Nökkvi gat átt góða möguleika á betri stöðu ef hann hefði skipt upp hrókasamstæðunni fyrir drottningu.  Karl Gauti og Michael hófu sína skák og var allt með kyrrum kjörum þegar sími Michaels hringdi og skákinni var þar með lokið.  Sigurður sá ekki til sólar á móti Einari.  Öllum skákum 2 umferðar skal lokið fyrir miðvikudag.

Úrslit 2. umferðar:

NameRtgRes.NameRtg
Einar Guðlaugsson1928

1  -  0

Sigurður A Magnússon1367
Karl Gauti Hjaltason1564

1  -  0

Michael Starosta0
Daði Steinn Jónsson1695

 frestað

Kristófer Gautason1664
Sverrir Unnarsson1946

½  -  ½

Nökkvi Sverrisson1930
Stefán Gíslason1869

 frestað

Jörgen Freyr Ólafsson1167

3. umferð miðvikudaginn 18. janúar kl. 19:30:

NameRtgRes.NameRtg
Jörgen Freyr Ólafsson1167-Einar Guðlaugsson1928
Nökkvi Sverrisson1930-Stefán Gíslason1869
Kristófer Gautason1664-Sverrir Unnarsson1946
Michael Starosta0-Daði Steinn Jónsson1695
Sigurður A Magnússon1367-Karl Gauti Hjaltason1564

chess-results


Skákþing Vestmannaeyja hófst í kvöld

  Skákþing Vestmannaeyja hófst í gærkvöldi. 10 taka þátt að þessu sinni og ákveðið var að tefla lokað mót, þannig að allir tefla við alla.  Björn Ívar Karlsson er ekki með að þessu sinni, en hann hefur borið sigur úr býtum undanfarin ár.
  Stefán og Einar tefldu ágæta skák framan af en í miðtaflinu var Stefán sleginn blindu og tapaði manni og gafst upp stuttu seinna.
  Jörgen átti fína skák og átti ágæta möguleika gegn Sverri í miðtaflinu eftir að hafa gefið peð í byrjun, en misst taktinn og fékk tapað endatafl.
  Nökkvi og Daði Steinn tefldu hörkuskák þar sem Daði Steinn varðist vel og var kominn með ágæt færi í miðtaflinu en tapaði síðan peði og þar með skákinni.
  Kristófer og Gauti tefldu lengstu skák umferðarinnar þar sem Gauti tapaði manni í miðtaflinu en fékk 2 peð uppí hann og virtist ekki hafa mikla möguleika, en náði að snúa á soninn og gera peðin að stórhættulegum uppvakningum og fékk að lokum hálfan punkt.
  Michal og Sigurður Arnar tefldu hörkuskák þar sem peð eða menn voru ekki talin heldur allt gefið fyrir færin og var mikið fjör í gangi. Að lokum missti Sigurður af góðri leið sem Michal nýtti sér vel og fékk mátsókn sem ekki varð stöðvuð.

Úrslit 1. umferðar:

NameRtgRes.NameRtg
Stefán Gíslason18690  -  1Einar Guðlaugsson1928
Jörgen Freyr Ólafsson11670  -  1Sverrir Unnarsson1946
Nökkvi Sverrisson19301  -  0Daði Steinn Jónsson1695
Kristófer Gautason1664½  -  ½Karl Gauti Hjaltason1564
Michal Starosta01  -  0Sigurður A Magnússon1367

2. umferð - sunnudaginn 15. janúar kl. 14:00

NameRtgRes.NameRtg
Einar Guðlaugsson1928-Sigurður A Magnússon1367
Karl Gauti Hjaltason1564-Michal Starosta0
Daði Steinn Jónsson1695-Kristófer Gautason1664
Sverrir Unnarsson1946-Nökkvi Sverrisson1930
Stefán Gíslason1869-Jörgen Freyr Ólafsson1167

chess-results


Skákþingið hefst á morgun.

  Skákþing Vestmannaeyja fyrir árið 2012 hefst á morgun, miðvikudaginn 11. janúar kl. 19:30.  Rétt er að taka það fram að þeir sem ekki mæta í fyrstu umferð eða tilkynna frestun á fyrstu skák verða ekki með á mótinu.
Tefldar verða 9 umferðir monrad - fer þó eftir þátttöku.
Tímamörk verða 90 mínútur á skák + 30 sek. í uppbótartíma á hvern leik.
Mótið verður reiknað til íslenskra og alþjóðlegra stiga.
Athugið að spurt er um hver muni sigra skákþingið 2012 - Sjá hér til vinstri.

Dagskrá (gæti breyst)
1. umf. miðvikudag 11. jan. kl. 19:30
2. umf. sunnudag 15. jan. kl. 14:00
3. umf. miðvikudag 18. jan. kl. 19:30
4. umf. sunnudag 22. jan. kl. 14:00
5. umf. miðvikudag 25. jan. kl. 19:30
6. umf. miðvikudag 1. febr. kl. 19:30
7. umf. miðvikudag 8. febr. kl. 19:30
8. umf. miðvikudag 15. febr. kl. 19:30
9. umf. miðvikudag 22. febr. kl. 19:30

Skráðir keppendur (11 talsins hinn 10/1 2012):
Sverrir Unnarsson (1946)
Nökkvi Sverrisson (1930)
Einar B. Guðlaugsson (1928)
Stefán Gíslason (1869)
Daði Steinn Jónsson (1695)
Þórarinn I. Ólafsson (óstaðfest) (1678)
Kristófer Gautason (1664)
Karl Gauti Hjaltason (Ísl. 1564)
Róbert Aron Eysteinsson (óstaðfest) (Ísl. 1412)
Sigurður Arnar Magnússon (Ísl. 1367)
Eyþór Daði Kjartansson (Ísl. 1241)
Jörgen Freyr Ólafsson (Ísl. 1167)
Guðlaugur Gísli Guðmundsson (óstaðfest) (1110)
Hafdís Magnúsdóttir (óstaðfest)
Mikhael Starosta ( 0)


Skákþingið hefst eftir 6 daga.

  Skákþing Vestmannaeyja fyrir árið 2012 hefst miðvikudaginn 11. janúar kl. 19:30.  Rétt er að taka það fram að þeir sem ekki mæta í fyrstu umferð eða tilkynna frestun á fyrstu skák verða ekki með á mótinu.
Tefldar verða 9 umferðir monrad - fer þó eftir þátttöku.
Tímamörk verða 90 mínútur á skák + 30 sek. í uppbótartíma á hvern leik.
Mótið verður reiknað til íslenskra og alþjóðlegra stiga.
Athugið að spurt er um hver muni sigra skákþingið 2012 - Sjá hér til vinstri.

Dagskrá (gæti breyst)
1. umferð miðvikudaginn 11. janúar kl. 19:30
2. umferð sunnudaginn 15. janúar kl. 14:00
3. umferð miðvikudaginn 18. janúar kl. 19:30
4. umferð sunnudaginn 22. janúar kl. 14:00
5. umferð miðvikudaginn 25. janúar kl. 19:30
6. umferð miðvikudaginn 1. febrúar kl. 19:30
7. umferð miðvikudaginn 8. febrúar kl. 19:30
8. umferð miðvikudaginn 15. febrúar kl. 19:30
9. umferð miðvikudaginn 22. febrúar kl. 19:30

Skráðir keppendur (11 talsins hinn 5/1 2012):
Sverrir Unnarsson (1946)
Nökkvi Sverrisson (1930)
Einar B. Guðlaugsson (1928)
Stefán Gíslason (1869)
Daði Steinn Jónsson (1695)
Þórarinn I. Ólafsson (óstaðfest) (1678)
Kristófer Gautason (1664)
Karl Gauti Hjaltason (Ísl. 1564)
Róbert Aron Eysteinsson (óstaðfest) (Ísl. 1412)
Sigurður Arnar Magnússon (Ísl. 1367)
Eyþór Daði Kjartansson (Ísl. 1241)
Jörgen Freyr Ólafsson (Ísl. 1167)
Guðlaugur Gísli Guðmundsson (óstaðfest) (1110)
Hafdís Magnúsdóttir (óstaðfest)
Mikhael Starosta ( 0)


Skák í kvöld kl. 19:31

  Í kvöld munum við hittast og taka stutt skákmót.

  Þetta er síðasta miðvikudagskvöldið fyrir Skákþingið sem hefst næsta miðvikudag 11 janúar.  Það er því rétt að liðka aðeins fingurna og svo þeir sem ekki eru búnir að skrá sig geri það núna.


Skákþing 2012 - hefst 11 janúar.

Skákþing Vestmannaeyja fyrir árið 2012 hefst miðvikudaginn 11. janúar kl. 19:30.
Tefldar verða 9 umferðir monrad - fer þó eftir þátttöku.
Tímamörk verða 90 mínútur á skák + 30 sek. í uppbótartíma á hvern leik.
Mótið verður reiknað til íslenskra og alþjóðlegra stiga.
Athugið að spurt er um hver muni sigra skákþingið 2012 - Sjá hér til vinstri.

Dagskrá (gæti breyst)
1. umferð miðvikudaginn 11. janúar kl. 19:30
2. umferð sunnudaginn 15. janúar kl. 14:00
3. umferð miðvikudaginn 18. janúar kl. 19:30
4. umferð sunnudaginn 22. janúar kl. 14:00
5. umferð miðvikudaginn 25. janúar kl. 19:30
6. umferð miðvikudaginn 1. febrúar kl. 19:30
7. umferð miðvikudaginn 8. febrúar kl. 19:30
8. umferð miðvikudaginn 15. febrúar kl. 19:30
9. umferð miðvikudaginn 22. febrúar kl. 19:30

Skráðir keppendur (11 talsins hinn 2/1 2012):
Sverrir Unnarsson (1946)
Nökkvi Sverrisson (1930)
Einar B. Guðlaugsson (1928)
Stefán Gíslason (1869)
Daði Steinn Jónsson (1695)
Þórarinn I. Ólafsson (óstaðfest) (1678)
Kristófer Gautason (1664)
Karl Gauti Hjaltason (Ísl. 1564)
Sigurður Arnar Magnússon (Ísl. 1367)
Eyþór Daði Kjartansson (Ísl. 1241)
Jörgen Freyr Ólafsson (Ísl. 1167)
Hafdís Magnúsdóttir (óstaðfest)
Mikhael Starosta ( 0)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband