Skákþing Vestmannaeyja - úrslit 5. umferðar

  Fimmta umferð Skákþingsins fór fram í kvöld.  Tveimur skákum lauk með jafntefli, annars unnu allir á hvítt í þessari umferð.  Björn vann Sigurjón, þar sem Sigurjón lék af sér peði og tapaði eftir nokkurn þæfing.   Daði Steinn hafði hvítt á Einar og sömdu þeir um jafntefli í stöðu sem Daði Steinn hefði getað unnið.  Mikið efni þar á ferð og ljóst er að menn verða að girða sig í brók þegar þeir mæta drengnum.  Kristófer vann Gauta, þar sem hann náði manni og innbyrti svo vinninginn með góðri tækni.  Ungu mennirnir eru að tefla mjög vel á mótinu.  Þess má geta að Kristófer þurfti að labba heim.  Stefán og Ólafur Týr skildu jafnir eftir nokkuð tíðindalitla skák og Þórarinn Ingi vann Sigurð nokkuð örugglega.  Lárus sigraði Jörgen eftir að sá síðarnefndi lék af sér drottningu fyrir litlar bætur.

Skák þeirra Nökkva og Sverris var frestað og tefla þeir á laugardag. 

Næsta umferð fer svo fram á sunnudagskvöld kl. 19:30

NamePtsRes.PtsName
Bjorn-Ivar Karlsson   1 - 0
3Sigurjon Thorkelsson
Sverrir Unnarsson3 laugardNokkvi Sverrisson
Dadi Steinn Jonsson 1/2 - 1/2
Einar Gudlaugsson
Stefan Gislason2 1/2 - 1/2
2Olafur Tyr Gudjonsson
Kristofer Gautason2   1 - 0
Karl Gauti Hjaltason
Thorarinn I Olafsson   1 - 0
1Sigurdur A Magnusson
Larus Gardar Long1   1 - 01Jorgen Freyr Olafsson
Robert Aron Eysteinsson0   1 - 00Skotta

Röðin.
1. Björn Ívar Karlsson  4,5 vinn.
2. Sverrir Unnarsson 3 vinn. + frestuð
3-6. Daði Steinn, Kristófer, Einar og Sigurjón 3 vinn.
7. Nökkvi Sverrisson 2,5 vinn. + frestuð
8-10. Stefán, Ólafur Týr og Þórarinn 2,5 vinn.
11. Lárus Garðar Long 2 vinn.
12. Karl Gauti 1,5 vinn.
13-15. Siggi, Jörgen og Róbert 1 vinn.

mótið á chess-result


Grunnskólasveitakeppni stúlkna.

  Í gær var foreldrafundur með þeim stúlkum sem hafa áhuga á að fara á Íslandsmót grunnskólasveita, sem áætlað er laugardaginn 6. febr. n.k.
  Við vorum búnir að óska þess við Skáksambandið að mótið yrði fært yfir á sunnudaginn 7. febr., svo við gætum tekið þátt í því án þess að vera yfir nótt eða nætur í Reykjavík.
  Svör eru væntanleg í dag eða á morgun, svo þið fáið fréttirnar fljótlega.
  Ef mótið verður á sunnudeginum, þá verður farið með Herjólfi kl. 8 og síðan ekið beint á mótið og seinni ferð Herjólfs til baka um kvöldið.  Félaginu vantar fararstjóra með stelpunum.
  Þær stelpur sem hafa áhuga á að fara hafið samband við Gauta (s. 898 1067) eða Björn í tíma.  Nú þegar erum við með eina pottþétta sveit, en það er auðvitað möguleiki á að senda tvær sveitir ef þátttaka næst.


Skákþing Vestmannaeyja - pörun 5. umferðar

Í kvöld lauk 4. umferð þegar Björn Ívar sigraði Stefán og tók þar með forystuna á mótinu. Síðan vann Nökkvi Karl Gauta.

Næsta umferð verður tefld á fimmtudagskvöld (28. janúar) og síðan verður 6. umferð á sunnudagskvöld.

staðan eftir 4. umferðir

RankNameRtgPtsBH.
1Bjorn-Ivar Karlsson2175
2Sverrir Unnarsson1880310½
3Sigurjon Thorkelsson188538
4Einar Gudlaugsson182011
5Nokkvi Sverrisson17508
6Dadi Steinn Jonsson1550
7Kristofer Gautason154028
8Stefan Gislason165028
9Olafur Tyr Gudjonsson16502
10Karl Gauti Hjaltason15609
11Thorarinn I Olafsson16409
12Jorgen Freyr Olafsson111019
13Larus Gardar Long11251
14Sigurdur A Magnusson129016
15Robert Aron Eysteinsson131507
16David Mar Johannesson11850

pörun 5. umferðar

Bo.NamePtsRes.PtsName
1Bjorn-Ivar Karlsson 3Sigurjon Thorkelsson
2Sverrir Unnarsson3 laugardNokkvi Sverrisson
3Dadi Steinn Jonsson Einar Gudlaugsson
4Stefan Gislason2 2Olafur Tyr Gudjonsson
5Kristofer Gautason2 Karl Gauti Hjaltason
6Thorarinn I Olafsson 1Sigurdur A Magnusson
7Larus Gardar Long1 1Jorgen Freyr Olafsson
8Robert Aron Eysteinsson0 0Skotta

Ljóst er að fresta þarf skák Sverris og Nökkva og verður hún tefld á laugardag.

mótið á chess-result


Skákþing Vestmannaeyja 4. umferð

Fjórða umferð Skákþingsins var tefld í gærkvöldi. Sverrir og Sigurjón skutust á toppinn með góðum sigrum. Fresta varð tveimur skákum og verða þær tefldar á þriðjudagskvöld.

Bo.NamePtsRes.PtsName
1Bjorn-Ivar Karlsson 2Stefan Gislason
2Einar Gudlaugsson0  -  12Sverrir Unnarsson
3Sigurjon Thorkelsson21  -  02Kristofer Gautason
4Karl Gauti Hjaltason Nokkvi Sverrisson
5Dadi Steinn Jonsson1  -  0Thorarinn I Olafsson
6Olafur Tyr Gudjonsson11  -  01Larus Gardar Long
7Jorgen Freyr Olafsson01  -  00Robert Aron Eysteinsson
8David Mar Johannesson0-  -  +0Sigurdur A Magnusson

staðan

RankNameRtgPtsBH.
1Sverrir Unnarsson18803
2Sigurjon Thorkelsson188537
3Einar Gudlaugsson18209
4Bjorn-Ivar Karlsson2175
5Dadi Steinn Jonsson1550
6Kristofer Gautason154028
7Stefan Gislason165027
8Olafur Tyr Gudjonsson16502
9Thorarinn I Olafsson16408
10Nokkvi Sverrisson17508
11Karl Gauti Hjaltason15608
12Jorgen Freyr Olafsson019
13Larus Gardar Long11251
14Sigurdur A Magnusson129015
15Robert Aron Eysteinsson131507
16David Mar Johannesson11850

mótið á chess-result


Gamlir taktar á sunnudagsmótinu.

  Átta mættu í dag á sunnudagsmótið.  Tveir voru efstir og jafnir, þeir Róbert og Sigurður og gerðu einungis innbyrðis jafntefli.  Lárus tapaði núna fyrir þeim báðum en vann alla aðra.  Það sama má segja um Jörgen sem tapaði fyrir Lárusi í innbyrðis viðureign.  Þeir Eyþór, Guðlaugur og Þórður mættu og náðu oft að sýna gamla góða takta.  Sérstaklega sýndi Eyþór að hann er enn skeinuhættur.

  Ekki urðu miklar breytingar á röð efstu manna í mótaröðinni og heldur Lárus efsta sætinu, en Hafdís þurfti að láta þeim annað sætið eftir, þeim félögum Sigurð og Róbert.

   Tefldar voru 6 umferðir og urðu úrslit þessi :

1-2. Róbert    5,5 vinn. (48 stig)
1-2. Sigurður  5,5 vinn. (48)
3. Lárus Garðar  4 vinn. (42)
4-5. Jörgen Freyr 3 vinn. (36)
4-5. Eyþór Daði   3 vinn  (36)
6. Hafdís Magn. 2 vinn. (30)
7. Þórður Yngvi  1 vinn. (28)
8. Guðlaugur G.  0 vinn. (26).

Staðan í mótaröðinni eftir 4 mót, 24. jan.:
1.  Lárus Garðar Long 178 stig (42-46-48-42)
2-3. Róbert A. Eysteinsson 142 (48-46-x-48)
2-3. Sigurður A Magnússon 142 ( 48-46-x-48)
4.  Hafdís Magnúsdóttir 136 sitg (38-30-38-30)

5.  Jörgen Freyr Ólafsson 122 stig (x-38-48-36)
6. Davíð Már Jóhannesson 42 stig (xx-42-x)
7. Eyþór Daði Kjartansson 36 stig (xxx-36)
8-9. Kristín Auður Stefánsdóttur  34 stig (xx-34-x)
8-9. Daníel Már Sigmarsson 34 stig (x-34-xx)
10. Viktoría Ágústa  30 stig (xx-30-x)
11. Þórður Yngvi Sigursveinsson 28 stig (xxx-28)
12. Guðlaugur G. Guðmundsson 26 stig (xxx-26).


Skákþing Vestmannaeyja 3. umferð lokið og pörun 4. umferðar

   Björn Ívar komst upp að hlið Einars eftir sigur á Sverri í frestaðri skák sem tefld var í dag. Stefán og Sigurjón gerðu jafntefli og eru þeir nú jafnir í 2-5. sæti ásamt Kristófer og Sverri.

  Fjórða umferð verður tefld á morgun, sunnudag og hefst taflmennskan kl. 19:30

Úrslit 4. umferðar

Bo.NamePtsRes.PtsName
1Sverrir Unnarsson20  -  1Bjorn-Ivar Karlsson
2Stefan Gislason½  -  ½Sigurjon Thorkelsson
3Nokkvi Sverrisson0  -  1Einar Gudlaugsson
4Kristofer Gautason11  -  01Olafur Tyr Gudjonsson
5Karl Gauti Hjaltason1½  -  ½1Dadi Steinn Jonsson
6Sigurdur A Magnusson0-  -  +½Thorarinn I Olafsson
7David Mar Johannesson0-  -  +0Larus Gardar Long

staðan eftir 3. umferð

RankNameRtgPtsBH.
1Einar Gudlaugsson18208
2Bjorn-Ivar Karlsson2175
3Sverrir Unnarsson18802
4Sigurjon Thorkelsson188527
5Stefan Gislason165026
6Kristofer Gautason154026
7Nokkvi Sverrisson17507
 Thorarinn I Olafsson16407
9Karl Gauti Hjaltason15606
10Dadi Steinn Jonsson15505
11Larus Gardar Long11251
12Olafur Tyr Gudjonsson165015
13Robert Aron Eysteinsson131505
14Sigurdur A Magnusson129005
15David Mar Johannesson11850

pörun 4. umferðar - sunnudaginn 24. janúar kl. 19:30

Bo.NamePtsRes.PtsName
1Bjorn-Ivar Karlsson frestað2Stefan Gislason
2Einar Gudlaugsson 2Sverrir Unnarsson
3Sigurjon Thorkelsson2 2Kristofer Gautason
4Karl Gauti Hjaltason frestaðNokkvi Sverrisson
5Dadi Steinn Jonsson Thorarinn I Olafsson
6Olafur Tyr Gudjonsson1 1Larus Gardar Long
7Jorgen Freyr Olafsson0 0Robert Aron Eysteinsson
8David Mar Johannesson0 0Sigurdur A Magnusson


Strandhögg Eyjamanna á Suðurland.

  Þá er undirbúningi undir strandhögg okkar Eyjamanna upp á Suðurland í fullum gangi.  Herkvaðningu hefur verið vel tekið í okkar röðum og viðbúið að landganga verði auðveld og fyrirstaða verði lítil fyrr en við nálgumst höfuðstöðvar Haukdæla ; Laugarvatn, enda hafa þar löngum dvalist fræknir menn að fornu og nýju.  Mun þá skerast í rimmu mikla millum manna og ekki ólíklegt að berseksgangur renni á suma af þessum köppum.

   Mótið verður helgina 5-7. febrúar 2010.  Sjá heimasíðu SSON.

  Þeir sem nú þegar eru skráðir :
  Þorsteinn Þorsteinsson (Stonestone)
  Björn Ívar Karlsson (Eyja-Björn)
  Sverrir Unnarsson (Gráni)
  Nökkvi Sverrisson
  Þórarinn I. Ólafsson (Ísbjarnarhrammurinn)
  Stefán Gíslason (Stebbi Gilla)
  Karl Gauti Hjaltason
  Daði Steinn Jónsson
  Kristófer Gautason
  Róbert Aron Eysteinsson

Nokkrir eru að íhuga þátttöku sína : Ólafur Týr, Ægir Páll, Sigurður A og e.t.v. fleiri strákar. 

 http://photos-d.ak.facebook.com/photos-ak-snc1/v313/75/70/841429322/n841429322_727603_6232.jpg Ekki er ólíklegt að mikill fjöldi slíkra skepna mæti augum Eyjapeyja þarna uppi á fastalandinu.


Einar og Kristófer unnu.

   Í kvöld hófst 3. umferð í Skákþingi Vestmannaeyja. Tveimur skákum var frestað og andstæðingar í tveimur skákum mættu ekki.  Frestaðar skákir verða tefldar á laugardaginn kl. 16.

  Einar sigraði Nökkva og Kristófer vann Ólaf Tý en Daði Steinn og Gauti gerðu jafntefli.  Einar Guðlaugsson er því sem stendur efstur með 2,5 vinning, en svo koma nokkrir með frestaðar skákir svo ómögulegt er að segja hvort Einar haldi stöðu sinni í efsta sæti eftir að umferðinni lýkur.  Rétt er að geta þess að Sigurður og Davíð Már eru því á síðasta séns að detta út úr mótinu ef þeir hunsa mætingu einu sinni aftur.

Pörun 3. umferðar - fimmtudaginn 21. janúar kl. 19:30

Bo.NamePtsRes.PtsName
1Sverrir Unnarsson2frestaðBjörn Ívar Karlsson
2Stefán GíslasonfrestaðSigurjón Þorkelsson
3Nökkvi Sverrisson 0 - 1
Einar Guðlaugsson
4Kristófer Gautason1 1 - 0
1Ólafur Týr Guðjónsson
5Karl Gauti Hjaltason1 1/2 - 1/2
1Daði Steinn Jónsson
6Sigurður A Magnússon0- - +
½Þórarinn I Ólafsson
7Davið Már Jóhannesson0 - - + 0Lárus Garðar Long

mótið á chess-result


Helgi Ólafsson TV útnefndur FIDE Senior Trainer.

  Stórmeistarinn Helgi Ólafsson, félagsmaður í Taflfélagi Vestmannaeyja hefur verið útefndur sem FIDE Senior Trainer, sem er æðsti þjálfaragráða sem FIDE veitir.   Helgi er ekki slæmum félagaskap, því meðal þeirra sem fengu útnefningu á sama tíma og Helgi voru t.d. Karpov og Kasparov.  Aðeins 67 skákþjálfar hafa þessi réttindi en margvísleg skilyrði þarf til að fá þau.

  TV óskar honum að sjálfsögðu til hamingju !

Listi yfir FIDE Senior þjálfara


Skákþing Vestmannaeyja 3. umferð

Í kvöld verður tefld 3. umferð í Skákþingi Vestmannaeyja. Tveimur skákum er þegar frestað og verða þær tefldar á laugardaginn kl. 16.

Pörun 3. umferðar - fimmtudaginn 21. janúar kl. 19:30

Bo.NamePtsRes.PtsName
1Sverrir Unnarsson2frestað Björn Ívar Karlsson
2Stefán Gíslason frestaðSigurjón Þorkelsson
3Nökkvi Sverrisson Einar Guðlaugsson
4Kristófer Gautason1 1Ólafur Týr Guðjónsson
5Karl Gauti Hjaltason1 1Daði Steinn Jónsson
6Sigurður A Magnússon0 ½Þórarinn I Ólafsson
7Davið Már Jóhannesson0 0Lárus Garðar Long

mótið á chess-result


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband