Ný alþjóðleg stig

Ný alþjóðleg skákstig eru komin út. Taflfélag Vestmannaeyja á tvo nýliða á listanum, Stefán Gíslason (1869) og Daða Stein Jónsson (1732). Nökkvi Sverrisson hækkar mest frá síðasta lista eða um 37 stig. 

 NafnFIDE+-
1Helgi Ólafsson25180
2Ingvar Þór Jóhannesson2338-2
3Kristján Guðmundsson22750
4Páll Agnar Þórarinsson22670
5Björn Ívar Karlsson22209
6Þorsteinn Þorsteinsson22200
7Ægir Páll Friðbertsson21940
8Sævar Bjarnason2141-10
9Lárus Ari Knútsson20900
10Einar Kristinn Einarsson20490
11Sigurjón Þorkelsson2022-17
12Kjartan Guðmundsson19890
13Sverrir Unnarsson19293
14Einar Guðlaugsson1928-9
15Stefán Gíslason1869nýr
16Nökkvi Sverrisson182437
17Aron Ellert Þorsteinsson18190
18Daði Steinn Jónsson1732nýr
19Þórarinn Ingi Ólafsson1685-12
20Kristófer Gautason1649-30


Ný könnun um sigur í Deildó.

  Hér til vinstri er komin könnun um sigurvegara á íslandsmóti Skákfélaga sem fram fer helgina 4-5 mars nk.  Endilega takið þátt.


Aðalfundi lokið.

  Nú er lokið fjörugum aðalfundi Taflfélags Vestmannaeyja 2011.

  Eftir fjörugar umræður um skýrslu stjórnar og reikninga var kjörin ný stjórn.  Hún var að mestu óbreytt, nema hvað Nökkvi Sverrisson og Daði Steinn Jónsson voru kjörnir nýjir í stjórnina, en Ólafur Týr Guðjónsson gekk úr stjórn.  Karl Gauti Hjaltason var kosinn formaður, en hann hefur setið frá því vorið 2007.


Björn Ívar og Sverrir efstir á miðvikudagsmóti

 

  Í kvöld fór fram hraðskákmót þar sem allir tefldu við alla.  Björn Ívar og Sverrir urðu efstir og jafnir þar sem þeir gerðu innbyrðis jafntefli.  Vormótið hefst næsta miðvikudag kl. 19:30.  Skráning stendur enn yfir, nú eru 11 skráðir á mótið.

Úrslit á hraðskákmóti 23. febrúar 2011.

NafnStig12345678VinnSBS
1Sverrir Unnarsson2200*½1111116,518,259
2Björn Ívar Karlsson2485½*1111116,518,250
3Karl Gauti Hjaltason188000*1111151010
4Róbert A Eysteinsson1750000*½1113,54,75-2
5Sigurður Arnar Magnússon1745000½*1113,54,75-1
6Eyþór Daði Kjartansson141500000*112110
7Jörgen Freyr Ólafsson1510000000*110-35
8skotta00000000*000

Aðalfundur Taflfélagsins á morgun kl. 19:00.

  Aðalfundur Taflfélags Vestmannaeyja verður haldinn miðvikudaginn 23. febrúar og hefst hann klukkan 19:00 í húsnæði félagsins að Heiðarvegi 9A.

  Allir félagar velkomnir.


Skráning á Vormótið.

  Nú standa yfir skráningar á Vormót TV, sem áætlað er að hefjist annað kvöld kl. 19:30.  Áætlað er að mótið verði 7 umferðir og standi yfir fram í aprílmánuð svo nægur tími ætti að gefast til að tefla hverja umferð.

  Endilega skráið ykkur sem fyrst hjá Sverri 858 8866 eða Gauta 898 1067.


Nökkvi með brons á Norðurlandamótinu í Ósló !

Sjöttu og síðustu umferð Norðurlandamótsins í skólaskák lauk í kvöld í Osló.

Nökkvi gerði jafntefli í lokaumferðinni gegn Jani Ahvenjarvi Finland (2066). Hann endaði með 4 vinninga og tryggði sér 3. sætið í mótinu sem er glæsilegur árangur! Eftir tap í fyrstu umferð setti Nökkvi í fluggírinn og tapaði ekki skák eftir það.

1. Philip Lindgren Svíþjóð (2091) 0
2. Pætur Poulsen Færeyjar (1247) 1
3. Örn Leó Jóhannsson Ísland (1854) 0,5
4. Erlend Kyrkjebø Noregur (1966) 1
5. Jonathan Westerberg Svíþjóð (2227) 1
6. Jani Ahvenjarvi Finland (2066) 0,5

Nökkvi setti stöðuna í mótinu í loft upp í morgun þegar hann lagði stigahæsta keppandann, Jonathan Westerberg, frá Svíþjóð sem er með 2227. Sá hafði unnið allar skákirnar þangað til. 

Nú stendur yfir verðlaunaafhending þar sem Nökkvi tekur við bronsinu. Frábær árangur og með þessu er Nökkvi fyrsti Eyjamaðurinn sem tryggir sér verðlaun í aðalkeppni á Norðurlandamóti í skólaskák. Það fer ekki á milli mála að hér er grimmdin og vinnan sem Nökkvi lagði upp með fyrir mótið að skila sér.

 Taflfélag Vestmannaeyja óskar Nökkva innilega til hamingju með árangurinn!

-BÍK & KGH


Nökkvi á Norðurlandamótinu í Noregi (uppfært)

  Nú stendur yfir Norðurlandamótið í skólaskák í Ósló í Noregi og keppa þar tíu íslensk ungmenni í 5 aldursflokkum.  Eyjamenn eiga sinn fulltrúa á þessu móti þar sem er Nökkvi Sverrisson.

  Við hvetjum ykkur til að fylgjast með gengi hans á mótinu, en reglulegar fréttir birtast á skak.is á meðan á mótinu stendur, en því líkur á morgun, sunnudag.

   Nökkvi endaði með 4 vinninga en ekki er enn ljóst í hvaða sæti hann lendir.

Andstæðingar Nökkva

1. Philip Lindgren Svíþjóð (2091) 0
2. Pætur Poulsen Færeyjar (1247) 1
3. Örn Leó Jóhannsson Ísland (1854) 0,5
4. Erlend Kyrkjebø Noregur (1966) 1
5. Jonathan Westerberg Svíþjóð (2227) 1
6. Jani Ahvenjarvi Finland (2066) 0,5

skak.is - fréttir og pistlar af mótinu

facebook - live frá mótsstað

heimasíða mótsins - úrslit og staðan

 


Björn Ívar sigraði á hraðskákmóti

Björn Ívar Karlsson sigraði á hraðskákmóti sem fram fór í kvöld. Björn sigraði alla andstæðinga sína. Í 2. sæti varð Sverrir en Kristófer og Stefán komu jafnir í þriðja sæti en Kristófer var hærri á stigum.

Lokastaðan

1. Björn Ívar Karlsson 8 v
2. Sverrir Unnarsson 7 v
3. Kristófer Gautason 5 v
4. Stefán Gíslason 5 v
5. Karl Gauti Hjaltason 4 v
6. Róbert Aron Eysteinsson 3 v
7. Davíð Már Jóhannesson 2,5 v
8. Eyþór Daði Kjartansson 1,5 v
9 Hafdís Magnúsdóttir 0 v

hraðskákstigalisti TV


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hraðskákmót á miðvikudegi

Í kvöld verður hraðskákmót hjá TV og hefst mótið kl. 19:30.
Tefldar verða 9. umferðir með 5 mínútna umhugsunartíma.

Stjórn TV.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband