Íslandsmót barnaskólasveita hefst í dag.

  Í dag hefst í Rimaskóla Íslandsmót barnaskólasveita kl. 13 og verða tefldar 5 umferðir í dag og síðan 4 umferðir á morgun sunnudag, en þá hefst taflmennskan kl. 11.  Tefldar verða 15 mínútna skákir.

  Hingað frá Eyjum fóru nokkrir krakkar og er vonast til að unnt sé að skipa 2 sveitir.  Við hefðum auðvitað viljað senda fullskipaðar sveitir til leiks.

  Það var farið fram á það við Skáksambandið að breyta þessu í það horf sem það var í í fyrra, þ.e. að tefla á einum degi, en við því varð ekki orðið.  Í Eyjum eru nú fermingar á fullu og einhverjir keppendur eiga sistkyni sem eru að fermast um helgina.

  Þeir sem fóru eru : Eyþór, Sigurður, Róbert, Jörgen, Guðlaugur, Daníel Már, Hafdís og Davíð og óskum við þeim góðs gengis.


Vormótið 2 umferð.

  Önnur umferð Vormóts Taflfélags Vestmannaeyja byrjaði í gærkvöldi.  Einni skák var frestað þar sem veikindi hrjá grunnskólabörn í Vestmannaeyjum þessa dagana.

  Aðrar skákir fóru þannig að Björn Ívar sigraði Daða Stein í stuttri skák, þar sem Daði Steinn lenti strax í ógöngum.  Karl Gauti vann Róbert Aron, Sigurður vann Hafdísi og Nökkvi sigraði Sverri í lengstu skák umferðarinnar.  Skák Eyþórs og Jörgens var frestað.

Daði Steinn - Björn Ívar ... 0 - 1
Sverrir - Nökkvi ................ 0 - 1
Róbert A. - Karl Gauti ....... 0 - 1
Hafdís - Sigurður .............. 0 - 1
Eyþór Daði - Jörgen Freyr  FRESTAÐ


Vormót TV - pörun 2. umferðar

Karl Gauti sigraði Hafdísi í síðustu skák 1. umferðar í gærkvöldi. Pörun 2. umferðar liggur nú fyrir og verður umferðin á dagskrá kl. 19:30 í kvöld (miðvikudag)

Bo.NamePtsRes.PtsName
1Dadi Steinn Jonsson1 1Bjorn-Ivar Karlsson
2Sverrir Unnarsson1 1Nokkvi Sverrisson
3Robert Aron Eysteinsson0 1Karl Gauti Hjaltason
4Hafdis Magnusdottir0 0Sigurdur A Magnusson
5Eythor Dadi Kjartansson0 0Jorgen Freyr Olafsson


Vormót TV hófst í gær

Fyrsta umferð Vormóts TV var tefld í gær. Einungis 10 keppendur skráðu sig og verður það að teljast frekar slök þátttaka. Ákveðið var því að fækka umferðum niður í 5 og verður einungis teflt á miðvikudögum.

Úrslit gærdagsins voru öll eftir bókinni og voru flestar skákirnar búnar á fyrsta klukkutímanum.
Mest spennandi skák umferðarinnar var skák Sigurðar og Sverris, þar sem Sigurður átti góða möguleika en gafst síðan upp þegar staðan var örlítið verri. Hefði mátt tefla áfram í þeirri stöðu.

Einni skák var frestað og verður hún tefld í kvöld eða á morgun - pörun kemur strax í kjölfarið.

úrslit 1. umferðar

 

NamePtsRes.PtsName
Bjorn-Ivar Karlsson01  -  00Robert Aron Eysteinsson
Sigurdur A Magnusson00  -  10Sverrir Unnarsson
Nokkvi Sverrisson01  -  00Eythor Dadi Kjartansson
Jorgen Freyr Olafsson00  -  10Dadi Steinn Jonsson
Karl Gauti Hjaltason0-0Hafdis Magnusdottir

chess-results


Vormót TV hefst á miðvikudag.

Vormót Taflfélags Vestmannaeyja hefst miðvikudaginn 23. mars kl. 19:30.
Tefldar verða 7 umferðir eftir svissneska kerfinu og verður umhugsunartíminn 90 mín á skákina + 30 sekúndur í viðbótartíma á hvern leik.

Mótið verður reiknað til íslenskra og alþjóðlegra stiga.

Dagskrá mótsins (getur breyst)

  • 1. umferð miðvikudaginn 23. mars kl. 19:30
  • 2. umferð miðvikudaginn 30. mars kl. 19:30
  • 3. umferð miðvikudaginn 6. apríl kl. 19:30
  • 4. umferð miðvikudaginn 13. apríl kl. 19:30
  • 5. umferð miðvikudaginn 20 apríl kl. 19:30
  • 6. umferð miðvikudaginn 27. apríl kl 19:30
  • 7. umferð miðvikudaginn 4. maí kl. 19:30

Skráning í mótið fer fram hjá Sverri í síma 858-8866 eða á netfangið sverriru@simnet.is.

 


Pistill D-sveitar TV

  Þrátt fyrir að markmið hafi ekki nást í A- B- eða C-sveitum TV að þessu sinni á Íslandsmóti Skákfélaga, þá náðist óvæntur og gleðilegur árangur í D-sveit félagsins, því um leið og C sveitin féll úr 3 deild niður í þá fjórðu þá fór D sveitin upp í þá þriðju.  Skondin uppákoma !

  D Sveitin var skipuð valinkunnum mönnum, en stundum tókst ekki að manna öll borð, sem er auðvitað hvimleitt, einu sinni mættu aðeins þrír og náðu þó jafntefli og oftar vantaði einn eða tvo.

  Árangur sveitarmeðlima :
  Páll Ammendrup ............ 2,5 vinn. af 4
  Ólafur Hermannsson ..... 4,0 vinn. af 5
  Páll Magnússon ............  3,5 vinn. af 5
  Gunnar Salvarsson ....... 4,0 vinn. af 6
  Karl Gauti Hjaltason ...... 4,5 vinn. af 6
  Sævar Helgason ...........  1,5 vinn. af 3
  Samtals ....................... 20 vinn. af 29

  Þá töpuðum við 7 sinnum skákum þar sem enginn mætti hjá okkur.  Auk þess fengum við einu sinni 6 vinninga þar sem mótherjar mættu ekki.  Reyndar var þetta eins naumt og hægt var, en ánægjulegt engu að síður.  Taflfélagið óskar sveitarmeðlimum til hamingju og bronspeningarnir eru á leiðinni.

  Efstu sæti í 4 deild (3 efstu fara upp í 3 deild)
  1. Skákfélag Íslands ...........................  12 MP  31 vinning.
  2. Skákfélag Sauðárkróks ...................  11 MP  25,5 vinning
  3. Taflfélag Vestmannaeyja D sveit . 10 MP  26 vinning.
  4. Víkingaklúbburinn B-sveit ...............  10 MP  25,5 vinning.


Björn Ívar efstur á miðvikudegi

Björn Ívar varð efstur á fámennu hraðskákmóti í gærkvöldi. Einhver áhrif hafði handboltinn á þátttökuna í mótinu en fjórir létu sjá sig. Björn Ívar vann allar sínar skákir örugglega.

Næstkomandi miðvikudag hefst Vormótið og verður mótið reiknað til íslenskra og FIDE stiga.

 

Nafn

Stig

1

2

3

4

Vinningar

SB

Stigabr.

1

Björn Ívar Karlsson

2485

*

2

2

2

6

12

4

2

Sverrir Unnarsson

2195

0

*

2

2

4

4

0

3

Sigurður A Magnússon

1680

0

0

*

2

1,5

0,75

28

4

Karl Gauti Hjaltason

1870

0

0

1

*

0,5

0,75

-19


Hraðskákstigalisti TV

 


Pistill liðstjóra A liðs TV.

     Fyrir seinni hlutann höfðum 1,5 vinnings forskot á Bolvíkinga og 3 vinninga forskot á Helli. Við áttum eftir að mæta Bolvíkingum og Hellismönnun þannig að allt þurfti að ganga upp ef sigur ætti að hafast í mótinu. Við héldum liðsfund í hádeginu á föstudeginum þar sem ég fór yfir stöðuna með liðinu og hvað við þyrftum að gera til að vinna mótið.  Ég lagði upp með að við þyrftum að vinna Helli 5-3 í umferðinni um kvöldið til að geta unnið mótið en við áttum auk Hellis eftir að mæta Haukum og  Bolvíkingum. Bolvíkingar áttu eftir að tefla við veikari andstæðinga en við þannig að sigur gegn Helli var nauðsynlegur.     Við vorum með þrjá nýja liðsmenn í þetta skiptið en þeir voru Finninn Tomi Nybäck (2656), Þjóðverjinn Jan Gustafsson (2647) og Pólverjinn Kamil Miton (2600). Norðmaðurinn Jon Ludvig Hammer var líka innanborðs en hann tefldi einnig fyrir okkur í fyrri hlutanum. Mikhail Gurevich sem tefldi með okkur í haust komst ekki í þetta skiptið.     Við vorum bjartsýnir þegar við settumst á móti Hellismönnum í 5. umferðinni á föstudagskvöldinu. Nybäck tefldi við hinn ofursterka Mirochnicenko (2670) og fékk betra tafl án þess þó að geta nýtt sér það til sigurs. Á öðru borði tefldi Jan Gustafsson sveiflukennda skák við Adly og var ýmist með tapað eða unnið en á endanum var það Adly sem mátti þakka fyrir jafnteflið. Á þriðja borði tefldi Hammer við Indverjann Gubta og þar var staðan tvísýn þegar Hammer hafnaði þrátefli og teygði sig of langt í vinningstilraunum sínum sem enduðu með því að hann tapaði. Á fjórða borði fékk Kamil Miton erfitt tafl upp úr byrjuninni og hartnær tapað tafl gegn Hannesi Hlífari. Miton snéri taflinu sér í vil þegar leið á skákina og var nálægt því að vinna þegar Hannes rambaði á þráskák. Helgi tefldi á 5. borði og sigraði Björn Þorfinnsson glæsilega í bestu skák mótsins að mínu mati. Ingvar Þór tefldi á 6. borði og sigraði hinn efnilega Hjörvar Stein í hörkuskák. Kristján Guðmundsson og Páll Agnar Þórarinsson tefldu á síðustu borðunum og hvorugur þeirra sá til sólar þennan dag. Tap 3,5-4,5 var gegn gangi skákanna að mínu mati og sigur í þessari viðureign hefði verið eðlileg niðurstaða. Bolvíkingar unnu upp forskot okkar og gott betur með stórsigri á Haukum 7,5-0,5. Þar bar helst til tíðinda að Sverrir Þorgeirsson hélt jöfnu gegn Luke McSane (2683) en hann var stigahæsti maður mótsins.       Við tefldum einmitt í 6. umferð við Haukana og unnum öruggan sigur 7,5-0,5. Kristján og Páll Agnar hvíldu í þessari umferð og undirritaður og Björn Ívar komu nú inn í liðið. Undirritaður gaf tóninn með skjótum sigri á Sigurði Guðjónssyni í 19. leikja skák. Síðan komu vinningarnir einn af öðrum en eftir sat Nybäck á móti Sverri Þorgeirssyni í jöfnu endatafli. Nyback reyndi hvað hann gat til að kreista vinning í stöðunni en Sverrir varðist vel og hélt jöfnum hlut, rétt eins og móti Luke McShane í umferðinni á undan.     Fyrir síðustu umferð var ljóst að við þurftum að sigra Bolvíkinga 5,5-2,5 til að verða Íslandsmeistarar í fyrsta skiptið. Það tókst næstum því, en hér voru örlaganornirnar okkur óvilhallar rétt eins og á móti Hellismönum. Við unnum 4,5-3,5 en stöðurnar gáfu tilefni til stærri sigurs. Á fyrsta borði sigraði Nybäck stigahæsta mann mótsins Luke McShane örugglega. Jan Gustafsson var hársbreidd frá sigri á öðru borði en varð að sætta sig við þráskák í unninni stöðu. Á þriðja borði reyndi Hammer lengi að vinna sína skák en allt kom fyrir ekki og jafntefli var óumflýjanlegt. Miton sigraði Pelletier á 4. borði í vel útfærðri skák. Helgi og Jóhann Hjartarson gerðu stutt jafntefli á 5. borði. Á 6. borði var Ingvar Þór allan tímann með betra tafl gegn Jóni L. og mátti stórmeistarinn þakka fyrir jafntefli. Á 7. borði var Kristján mistækur á móti Stefáni Kristjánssyni og tapaði. Páll Agnar tefldi á síðasta borði og var rétt eins og Jan Gustafsson hársbreidd frá sigri en rataði inn í þráskák gegn Braga Þorfinnssyni. Sem sagt sigur á Íslandsmeisturunum 4,5-3,5 og einum vinningi frá því að verða Íslandsmeistarar. Enn eitt árið urðum við í 2. sæti en aldrei höfum við þó verið jafn nálægt því að vinna mótið. Það hlýtur að vera komin röðin að okkur næst!

     Maður liðsins finnst mér vera Ingvar Þór sem tefldi allar skákirnar 7 og fékk 6 vinninga. Einnig er rétt að minnast á Björn Ívar sem tefldi þrjár skákir fyrir a-liðið og vann þær allar.


Ný Íslensk skákstig

Ný íslensk skákstig komu út nú um mánaðramótin. Ekki voru miklar breytingar frá síðasta lista en tveir ungir skákmenn báru nokkuð af í hækkunum. Daði Steinn hækkaði um 51 stig og Róbert Aron um 44 frá síðasta lista.

Þetta er í fyrsta skipti sem skákstigin eru reiknuð út hjá chess-results.

Nánar um listann og útreikning á skak.is

NameRtgDiffGamesClub
Alexander Gautason1490065TV
Andri V Hrólfsson181004TV
Arnar Sigurmundsson1725054TV
Aron Ellert Þorsteinsson1655068TV
Ágúst Ómar Einarsson17200250TV
Ágúst Sölvi Hreggviðsson1395024TV
Bjartur Týr Ólafsson1240076TV
Björn Freyr Björnsson21300481TV
Björn Ívar Karlsson218313264TV
Daði Steinn Jónsson164151126TV
Davíð Már Jóhannesson1190013TV
Einar Guðlaugsson1799-6205TV
Einar K Einarsson19600462TV
Einar Sigurðsson1685031TV
Eyþór Daði Kjartansson1258-721TV
Finnbogi Friðfinnson1330012TV
Gísli S Eiríksson1370017TV
Gunnar Þorri Þorleifsson1350053TV
Hafdís Magnúsdóttir113508TV
Halldór Gunnarsson1490045TV
Hallgrímur Júlíusson1385032TV
Haraldur Sverrisson1475042TV
Helgi Ólafsson25300813TV
Hlynur Sigmarsson1465030TV
Hrafn Óskar Oddsson1640023TV
Ingvar Jóhannesson2347-3752TV
Jóhann Helgi Gíslason142008TV
Jóhannes Þór Sigurðsson1315015TV
Jörgen Freyr Ólafsson11541433TV
Karl Björnsson1730010TV
Karl Gauti Hjaltason1537-8158TV
Kári Sólmundarson17900225TV
Kjartan Guðmundsson18450439TV
Kristján Guðmundsson22550362TV
Kristófer Gautason1563-62154TV
Lárus Garðar Long1145020TV
Lárus Knútsson20000248TV
Lúðvík Bergvinsson1630036TV
Nökkvi Dan Elliðason1210017TV
Nökkvi Sverrisson18061218TV
Ólafur Freyr Ólafsson1305071TV
Ólafur Hermannsson1620082TV
Ólafur Týr Guðjónsson16200126TV
Óli Á Vilhjálmsson1695031TV
Páll Agnar Þórarinsson22600583TV
Páll Árnason15300162TV
Páll Jörgen Ammendrup189508TV
Róbert Aron Eysteinsson13994438TV
Sigmundur Andrésson eldri14950132TV
Sigurður A Magnússon1369-638TV
Sigurður Frans Þráinsson1565057TV
Sigurður Þ Steingrímsson135509TV
Sigurjón Þorkelsson1886-4490TV
Sindri Freyr Guðjónsson1445053TV
Stefán Gíslason1684-1308TV
Sverrir Unnarsson19005433TV
Sævar Halldórsson1460063TV
Sævar Jóhann Bjarnason2123-171563TV
Tómas Aron Kjartansson1000-1028TV
Valur Marvin Pálsson1295018TV
Þorsteinn Þorsteinsson22150414TV
Þorvaldur S Hermannsson14600113TV
Þórarinn I Ólafsson16283211TV
Ægir Óskar Hallgrímsson17000138TV
Ægir Páll Friðbertsson20350375TV


Björn Ívar efstur á miðvikudagsmóti

Björn Ívar varð efstur á hraðskákmóti á miðvikudegi, sem haldið var í gær. Björn gerði aðeins jafntefli við Sigurjón en vann rest. Í öðru sæti var Sigurjón, en hann var einnig taplaus í mótinu, gerði 3 jafntefli.  Fyrirhugað var að byrja á Vormóti en ákveðið að fresta því fram yfir Íslandsmót skákfélaga.

 

 NafnStig

1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

Vinn

SB

Stigabr.

1

Björn Ívar Karlsson

2485

*

½

1

1

1

1

1

1

1

1

8,5

32,75

2

2

Sigurjón Þorkelsson

2280

½

*

½

½

1

1

1

1

1

1

7,5

27,25

8

3

Nökkvi Sverrisson

2255

0

½

*

1

0

1

1

1

1

1

6,5

21,25

-8

4

Sverrir Unnarsson

2210

0

½

0

*

1

0

1

1

1

1

5,5

15,75

-13

5

Þórarinn I Ólafsson

1860

0

0

1

0

*

1

0

1

1

1

5

14,5

50

6

Kristófer Gautason

1980

0

0

0

1

0

*

1

1

1

1

5

12,5

22

7

Róbert A Eysteinsson

1750

0

0

0

0

1

0

*

1

1

1

4

8

73

8

Karl Gauti Hjaltason

1890

0

0

0

0

0

0

0

*

1

1

2

1

-21

9

Eyþór Daði Kjartansson

1425

0

0

0

0

0

0

0

0

*

1

1

0

20

10

Sigurður A Magnússon

1745

0

0

0

0

0

0

0

0

0

*

0

0

-65

 

Hraðskákstigalisti TV


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband