Björn Ívar sigurvegari á Vormóti TV

 Lokaumferð Vormótsins fór fram í kvöld. Björn Ívar hafði vinningsforskot fyrir umferðina en Nökkvi og Sverrir komu á hæla hans.

Sverrir hafði hvítt á Björn Ívar í kvöld, í hörkuspennandi skák sem tók yfir 80 leiki. Byrjunin var róleg stöðubarátta í Sikileyjarvörn þar sem keppendur stilltu mönnunum upp í ákjósanlegar stöður og hikuðu með að taka af skarið. Björn Ívar var kominn með nokkuð þægilega stöðu í miðtaflinu þegar Sverrir ákvað að stofna til uppskipta, sem sennilega var misráðið, því í framhaldinu náði svartur tökum á stöðunni sökum veikrar kóngstöðu hvíts. Svartur vann peð í framhaldinu en hvítur fórnaði þá peði, sem var klárlega praktískasti möguleikinn og treysti á virka vörn. Virk vörn er best í hróksendatöflum og var þarna um hárrétta ákvörðun að ræða hjá Sverri. Staðan var hins vegar unnin á svart engu að síður og með bestu taflmennsku hefði Björn getað klárað skákina í endataflinu. Honum urðu hins vegar á stórkostleg mistök og Sverrir hefði getað snúið taflinu við og knúið Björn til uppgjafar (47. Hc5! í stað 47. Ha5?)! Hins vegar misstu báðir keppendur af þessum möguleika og skákin hélt áfram með aðeins betri stöðu á svart. Fljótlega skiptist upp í endatafl sem er fræðilegt jafntefli og tefldi Sverrir hárrétt allt til loka þegar hann lék 78. Ha3 í stað 78. Hc2! sem heldur jafntefli. Hugmyndin er að svara 78..Hb5 með 79. Hg2+! og svartur verður að sætta sig við jafntefli. Eftir þessi mistök hvíts vann svartur, þó með nokkrum blendnum tilfinningum eftir þessa sviptingasömu skák. Skákina má sjá hér að neðan.

Daði Steinn hafði hvítt á Nökkva, sem tefldi mjög skemmtilega samsuðu af Najdorf-afbrigðinu og dreka-afbrigðinu, sem hefur verið kallað því skemmtilega nafni Dragondorf. Daði Steinn brást ekki rétt við og eftir uppskipti á hvítreita biskupum náði Nökkvi öllum völdum á stöðunni með Rc4! Það var lítið sem hvítur gat gert í framhaldinu því með hnitmiðuðum sóknarleikjum innbyrti Nökkvi vinninginn af öryggi.

Gauti hafði hvítt á Jörgen, sem mætti ekki til leiks og tapaði því.

Hafdís hafði hvítt á Róbert og tefldist þar nokkuð hefðbundinn ítalskur leikur. Svartur náði snemma frumkvæðinu og valdi hárrétt framhald með því að fara í sókn á drottningarvængnum með Db8. Hafdís brást ekki rétt við og tapaði liði og skákinni skömmu síðar.

Sigurður hafði hvítt á Eyþór, sem mætti heldur ekki til leiks og tapaði.

Lokastaðan er þannig að Björn Ívar stendur uppi sem sigurvegari með 5 vinninga af 5 mögulegum. Nökkvi er annar með 4 og Sverrir, Gauti og Róbert næstir með 3 vinninga. Sverrir er hæstur þeirra af stigum.

úrslit lokaumferðar

Bo.NamePtsRes.PtsName
1Sverrir Unnarsson30  -  14Bjorn-Ivar Karlsson
2Dadi Steinn Jonsson20  -  13Nokkvi Sverrisson
3Karl Gauti Hjaltason2+  -  -Jorgen Freyr Olafsson
4Hafdis Magnusdottir10  -  12Robert Aron Eysteinsson
5Sigurdur A Magnusson1+  -  -½Eythor Dadi Kjartansson


Lokastaðan

RankNameRtgPtsBH.
1Bjorn-Ivar Karlsson2220514½
2Nokkvi Sverrisson1824413
3Sverrir Unnarsson1929315
4Karl Gauti Hjaltason1537313½
5Robert Aron Eysteinsson1399311½
6Dadi Steinn Jonsson1732215½
7Sigurdur A Magnusson1369210½
8Jorgen Freyr Olafsson1154
9Hafdis Magnusdottir11351
10Eythor Dadi Kjartansson1258½12½

chess-results


Björn Ívar efstur fyrir lokaumferð Vormótsins

4. umferð Vormótsins fór fram í kvöld.

Nökkvi hafði hvítt á Björn Ívar, sem tefldi Sikileyjarvörn. Nökkvi tefldi nákvæmt og uppskar rýmra tafl út úr byrjununni. Björn ákvað að fórna peði í miðtaflinu sem var misráðið og Nökkvi fékk töluvert betra tafl. Honum varð á ónákvæmni í flækjunum og Björn snéri taflinu sér í vil með skiptamunsfórn. Með bestu taflmennsku hefði hvítur sennilega átt að halda jöfnu en eftir uppskiptin vann Björn peð og skákina í framhaldinu.

Gauti hafði hvítt á Sverri. Upp kom Najdorf-afbrigði Sikileyjarvarnar og tefldi Gauti nokkuð óvenjulega gegn því en uppskar heldur betra tafl eftir mjög athyglisverða peðaframrás (a4-a5!). Taldi undirritaður ,,menntaða" taflmennsku Gauta eftir byrjunina bera vott um það að hann er að bæta sig sem skákmaður. Hvítur missti hins vegar þráðinn í framhaldinu og lenti í klemmu á drottningarvængnum en hefði í stað þess getað haldið pressunni. Sverrir innbyrti vinninginn af öryggi eftir það.

Jörgen hafði hvítt á Róbert og tefldu þeir skoska-leikinn. Jörgen fékk betra tafl eftir byrjunina en tefldi alltof hratt og missti frumkvæðið úr höndum sér. Róbert vann peð í framhaldinu og eftir ónákvæmni hvíts vann svartur örugglega.

Sigurður hafði hvítt á Daða Stein sem tefldi Nimzo-indverska vörn. Byrjunarleikirnir voru nokkuð hefðbundnir þangað til Sigurður lék klaufalega af sér peði. Daði Steinn nýtti sér það og hvíta staðan hrundi í kjölfarið. Öruggur sigur svarts.

Eyþór átti að hafa hvítt gegn Hafdísi en mætti ekki til leiks og uppskar Hafdís því sinn fyrsta punkt í mótinu.

Lokaumferðin fer fram nk. miðvikudag kl. 19:30.

- BÍK

úrslit 4. umferðar

Bo.NamePtsRes.PtsName
1Nokkvi Sverrisson30  -  13Bjorn-Ivar Karlsson
2Karl Gauti Hjaltason20  -  12Sverrir Unnarsson
3Jorgen Freyr Olafsson0  -  11Robert Aron Eysteinsson
4Sigurdur A Magnusson10  -  11Dadi Steinn Jonsson
5Eythor Dadi Kjartansson½-  -  +0Hafdis Magnusdottir


staðan eftir 4. umferð

RankNameRtgPtsBH.
1Bjorn-Ivar Karlsson222049
2Nokkvi Sverrisson182439
3Sverrir Unnarsson192938
4Karl Gauti Hjaltason15372
5Dadi Steinn Jonsson17322
6Robert Aron Eysteinsson13992
7Jorgen Freyr Olafsson1154
8Sigurdur A Magnusson13691
9Hafdis Magnusdottir11351
10Eythor Dadi Kjartansson1258½8


pörun 5. umferðar (lokaumferð)

 

Bo.NamePtsRes.PtsName
1Sverrir Unnarsson3 4Bjorn-Ivar Karlsson
2Dadi Steinn Jonsson2 3Nokkvi Sverrisson
3Karl Gauti Hjaltason2 Jorgen Freyr Olafsson
4Hafdis Magnusdottir1 2Robert Aron Eysteinsson
5Sigurdur A Magnusson1 ½Eythor Dadi Kjartansson

chess-results

 


Vormót TV: Björn Ívar og Nökkvi efstir

Björn Ívar Karlsson (2220) og Nökkvi Sverrisson (1824) eru efstir að loknum þremur umferðum á Vormóti TV. Björn Ívar sigraði Karl Gauta í snarpri skák og Nökkvi vann Sigurð.
Næsta umferð verður tefld n.k. miðvikudag kl. 19:30 en ljóst er að fresta verður viðureign efstu manna vegna þátttöku Nökkva í áskorendaflokknum.

úrslit 3. umferðar

Bo.NafnVÚrslitVNafn
1Bjorn-Ivar Karlsson21  -  02Karl Gauti Hjaltason
2Nokkvi Sverrisson21  -  01Sigurdur A Magnusson
3Dadi Steinn Jonsson10  -  11Sverrir Unnarsson
4Robert Aron Eysteinsson01  -  0½Eythor Dadi Kjartansson
5Jorgen Freyr Olafsson½1  -  00Hafdis Magnusdottir


staðan eftir 3. umferðir

SætiNafnStigViBH.
1Bjorn-Ivar Karlsson222037
2Nokkvi Sverrisson18243
3Sverrir Unnarsson192927
4Karl Gauti Hjaltason153726
5Jorgen Freyr Olafsson1154
6Dadi Steinn Jonsson17321
7Robert Aron Eysteinsson139917
8Sigurdur A Magnusson136916
9Eythor Dadi Kjartansson1258½
10Hafdis Magnusdottir113505


pörun 4. umferðar (miðvikudaginn 20. apríl

Bo.NafnVIÚrslVINafn
1Nokkvi Sverrisson3 3Bjorn-Ivar Karlsson
2Karl Gauti Hjaltason2 2Sverrir Unnarsson
3Jorgen Freyr Olafsson 1Robert Aron Eysteinsson
4Sigurdur A Magnusson1 1Dadi Steinn Jonsson
5Eythor Dadi Kjartansson½ 0Hafdis Magnusdottir

chess-results


Vormót - pörun 3. umferðar

Pörun 3. umferðar liggur nú fyrir eftir jafntefli Jörgens og Eyþórs í lokaskák 2. umferðar.

Umferðin hefst kl. 19:30 í kvöld

Bo.NamePtsRes.PtsName
1Bjorn-Ivar Karlsson2 2Karl Gauti Hjaltason
2Nokkvi Sverrisson2 1Sigurdur A Magnusson
3Dadi Steinn Jonsson1 1Sverrir Unnarsson
4Robert Aron Eysteinsson0 ½Eythor Dadi Kjartansson
5Jorgen Freyr Olafsson½ 0Hafdis Magnusdottir


Einni æfingu bætt við fyrir lengra komna

Ákveðið hefur verið að bæta við einni æfingu á viku fyrir þá nemendur sem hafa verið að mæta á mánudögum kl. 17:10 hjá Birni Ívari. Æfingin verður kl. 19:30 á þriðjudögum og hér eftir verða æfingarnar bæði á mánudögum kl. 17:10 og á þriðjudögum kl. 19:30.

Fyrsta þriðjudagsæfingin er í kvöld kl. 19:30 en allir sem mættu á æfingu í gær vita af henni nú þegar.

Kv. Björn Ívar

3. umferð Vormótsins frestast

Enn er ólokið einni skák úr 2. umferð og verður því að fresta 3. umferð um viku.

Þeir sem eiga frestaða skák eru vinsamlegast beðnir um að ljúka henni í síðasta lagi á morgun og þá verður pörun 3. umferðar ljós

2. umferð

Daði Steinn - Björn Ívar ... 0 - 1
Sverrir - Nökkvi ................ 0 - 1
Róbert A. - Karl Gauti ....... 0 - 1
Hafdís - Sigurður .............. 0 - 1
Eyþór Daði - Jörgen Freyr  FRESTAÐ

 


Hafdís vann borðaverðlaun á 2 borði.

  Eins og sagt var frá hér í gær hlutu Eyjamenn 4 sæti á íslandsmóti barnaskólasveita sem fram fór í Rimaskóla um helgina, en það er skemmtilegt að segja frá því að Hafdís Magnúsdóttir, sem tefldi á 2 borði B-sveitarinnar hlaut borðaverðlaun, en hún hlaut 8 vinninga af 9 á mótinu og er henni óskað til hamingju með þennan góða árangur, en óþarft er að taka það fram að þetta er í fyrsta skipti sem stúlka héðan fær borðaverðlaun á þessu móti.

  41 sveit frá 21 skóla kepptu á mótinu og lenti B sveitin í 36 sæti, þó aðeins hafi tveir krakkar verið í sveitinni og þurft að gefa 2 skákir í hverri umferð.  Það er auðvitað ekki gott að vera með slíka sveit og ekki síst fyrir mótherjana, sem þá sitja við auð borð, en við ákváðum að láta þau keppa á mótinu í stað þess að fara fíluferð í bæinn, en þriðji keppandinn þurfti að sitja hjá í A sveitinni, því varamaður A sveitar má ekki samkvæmt reglum Skáksambandsins keppa í B sveit.  Hópurinn fór af stað á laugardagsmorguninn með Herjólfi kl. 07:30 og kom til Eyja aftur í gærkvöldi kl. 22:30 eftir langt og strangt ferðalag.  Í umfjöllun skak.is um mótið er ekki minnst einu orði á árangur okkar krakka þó þeir hafi verið einu krakkarnir sem mættu á mótið utan af landi.

  Afhverju mættu ekki fleiri sveitir utan af landi ?  Ég held að sú ákvörðun að hafa mótið á tveimur dögum hafi mikið með það að gera að ferðalag krakka utan af landi verður afar langt og erfitt, en auðveldlega er unnt að halda þetta mót á einum degi, enda tók mótið í heild u.þ.b. 5 tíma.


Eyjamenn í 4 sæti á Íslandsmótinu.

  Nú er lokið Íslandsmóti barnaskólasveita og fóru leikar þannig að okkar sveit lenti í 4 sæti aðeins hársbreidd frá bronsverðlaunum, 0,5 vinningi.

  Í 5 umferð töpuðu þeir fyrir Álfhólsskóla 2,5-1,5 og í 6 umferð töpuðu þeir stórt fyrir sigurvegurunum úr Rimaskóla 4-0, en unnu í síðustu tveimur umferðunum 4-0 og enduðu með 24 vinninga.

  B sveitin skipuð þeim Hafdísi og Daníel Má stóð sig vel og náðu 15 vinningum þó þau væru aðeins tvö í sveitinni og þurftu alltaf að gefa tvær skákir í hverri umferð.  Hafdís fær líklega borðaverðlaun á öðru borði en hún náði 8 vinningum af 9 mögulegum.  Glæsilegt hjá henni.  Daníel Már hlaut 7 vinninga á fyrsta borði.


Stórt tap gegn Salaskóla.

  A sveit Eyjakrakka hefur 14,5 vinning eftir 5 umferðir á Íslandsmóti barnaskólasveita og verður að berjast um verðlaunasæti á morgun, þegar síðustu 4 umferðirnar verða tefldar.  Sem stendur er sveitin í 4 sæti og mætir sveit Álfhólfsskóla í fyrramálið kl. 11. Efst er sveit Rimaskóla með 18 vinninga og í öðru sæti sveit Álfhólsskóla með 17 vinninga.

  Það sem gerði útslagið með sigurlíkur okkar krakka var stórt tap gegn Salaskóla í 4 umferð þar sem Salaskóli sigraði 4-0.  Í 3 umferð unnum við Melaskóla 2,5-1,5 en að öðru leyti unnust viðureignir 4-0.

  Þó mótinu sé ekki lokið, þá eru sigurlíkur okkar hverfandi.  B sveitin hefur 8 vinninga og er neðarlega, en hún er aðeins skipuð 2 liðsmönnum.

  Á morgun munum við fylgjast með gangi okkar krakka.


A sveitin með 8 vinninga og B með 3.

  Nú þegar tvær umferðir eru búnar á Íslandsmóti barnaskólasveita hefur A sveit Eyjamanna 8 vinninga af 8 mögulegum og í næstu umferðum mæta þeir sterkustu sveitum mótsins. A sveitin er skipuð eftirtöldum : Sigurður A Magnússon, Róbert A Eysteinsson, Jörgen F Ólafsson, Eyþór D Kjartansson og varamaður er Guðlaugur G Guðmundsson, en hann gat ekki vegna reglna mótsins teflt með B sveitinni þar sem hann þarf að vera til taks fyrir A sveitina þar sem Eyþór þarf að fara í kvöld vegna fermingar bróður síns á morgun.

  B sveitin er því þunnskipuð vegna ofangreinds og aðeins tveir meðlimir í þeirri sveit, Hafdís Magnúsdóttir og Daníel Már Sigmarsson, eftir tvær umferðir hafa þau 3 vinninga af 4 mögulegum og eru auðvitað rétt fyrir neðan miðju á mótinu.  En gott hjá þeim engu að síður.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband