Deildakeppnin um helgina.

  Um helgina 7-9 okt. fer fram deildakeppni Skáksambandsins í Rimaskóla í Reykjavík og mun TV senda stóran hóp að venju til keppni.

  Líkast til verða fjórar sveitir frá félaginu,

A sveit sem keppir í efstu deild, skipuð miklum meisturum, sem lentu í 2 sæti í fyrra,
B sveit sem skipuð er mörgum valinkunnum andans mönnum og keppir í 3 deild, þar sem þeir náðu 3 ja sæti í fyrra,
C sveit sem skipuð er mörgum ungum og upprennandi skákmönnum í bland við gamla Eyjamenn uppi á fastalandinu og keppir í 4 deild og loks
D sveitin, eða höfðingjasveitina sem keppir í 3 deild, en þeir urðu svo frægir í fyrra að komast upp um deild, þegar C sveitin féll á sama tíma niður um deild.

  Þeir sem ætla að mæta og keppa fyrir féalgið verða að mæta í kvöld til að skrá sig í síðasta lagi.  Teflt er á föstudagskvöldið kl. 20, laugardag kl. 11 og aftur kl. 17 og loks á sunnudag kl. 11.

Liðsstjórn TV


Haustmótið hefst í kvöld

Haustmót Taflfélags Vestmannaeyja í kvöld, miðvikudag kl. 19:30. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissneska kerfinu. Umhugsunartími verður 90 mín + 30 sek. ´
Mótið verður reiknað til íslenskra og Fide stiga.

Dagskrá (gæti breyst)

1. umferð miðvikudaginn 5. október kl. 19:30
2. umferð miðvikudaginn 12 október kl. 19:30
3. umferð miðvikudaginn 19 október kl. 19:30
4. umferð miðvikudaginn 26. október kl. 19:30
5. umferð miðvikudaginn 3. nóvember kl. 19:30
6. umferð miðvikudaginn 10. nóvember kl. 19:30
7. umferð miðvikudaginn 17. nóvember kl. 19:30

Skráðir

  1. Nökkvi Sverrisson 1951
  2. Sverrir Unnarsson 1901
  3. Stefán Gíslason 1684
  4. Daði Steinn Jónsson 1633
  5. Þórarinn Ingi Ólafsson 1621
  6. Kristófer Gautason 1580
  7. Karl Gauti Hjaltason 1538
  8. Róbert Aron Eysteinsson 1412
  9. Sigurður Arnar Magnússon 1367
  10. Hafdís Magnúsdóttir 1078

Nökkvi efstur á hraðskákmóti

Vegna frestunar á Haustmótinu, tefldu þeir sem mættu stutt hraðskákmót. Mikill haustbragur var á taflmennsku margra og skiptu skákir um oft um eigendur. Nökkvi varð öruggur sigurvegari, missti aðeins niður hálfan á móti Kristófer. Í næstu sætum komu Sverrir og Daði Steinn.

Staðan

  1. Nökkvi Sverrisson 5,5 v
  2. Sverrir Unnarsson 4 v
  3. Daði Steinn Jónsson 3,5 v
  4. Þórarinn Ingi Ólafsson 3 v
  5. Kristófer Gautason 2,5 v
  6. Karl Gauti Hjaltason 2 v
  7. Stefán Gíslason 0,5 v

Haustmót T.V. hefst nk. miðvikudag kl. 19:30


Haustmóti frestað um viku

Haustmóti TV sem hefjast átti í kvöld var frestað um viku. Fyrsta umferð fer fram miðvikudaginn 5. október kl. 19:30.

  1. Nökkvi Sverrisson 1951
  2. Sverrir Unnarsson 1901
  3. Stefán Gíslason 1684
  4. Daði Steinn Jónsson 1633
  5. Þórarinn Ingi Ólafsson 1621
  6. Kristófer Gautason 1580
  7. Karl Gauti Hjaltason 1538

Haustmót TV hefst á miðvikudag

Haustmót Taflfélags Vestmannaeyja hefst nk. miðvikudag kl. 19:30. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissneska kerfinu. Umhugsunartími verður 90 mín + 30 sek. ´
Mótið verður reiknað til íslenskra og Fide stiga.

Dagskrá (gæti breyst)

1. umferð miðvikudaginn 28. september kl. 19:30
2. umferð miðvikudaginn 5. október kl. 19:30
3. umferð miðvikudaginn 12 október kl. 19:30
4. umferð miðvikudaginn 19 október kl. 19:30
5. umferð miðvikudaginn 26. október kl. 19:30
6. umferð miðvikudaginn 3. nóvember kl. 19:30
7. umferð miðvikudaginn 10. nóvember kl. 19:30

Skráðir

  1. Nökkvi Sverrisson 1951
  2. Sverrir Unnarsson 1901
  3. Stefán Gíslason 1684
  4. Daði Steinn Jónsson 1633
  5. Þórarinn Ingi Ólafsson 1621
  6. Kristófer Gautason 1580
  7. Karl Gauti Hjaltason 1538
  8. Róbert Aron Eysteinsson 1412
  9. Sigurður Arnar Magnússon 1367
  10. Hafdís Magnúsdóttir 1078

 


Nökkvi efstur á fyrsta móti vetrarins

Nökkvi Sverrisson sigraði á Hausthraðskákmeistaramóti TV í gærkvöldi. Nökkvi fékk 6,5 vinninga af 7 mögulegum en gerði aðeins jafntefli við Daða Stein. Í byrjun móts fór Þórarinn Ingi hamförum og var efstur eftir 5 umferðir en þurfti þá að lúta í gras gegn formanninum.

Lokastaðan

1. Nökkvi Sverrisson 6,5 v
2-3. Þórarinn Ingi Ólafsson og Sverrir Unnarsson 5 v
4. Daði Steinn Jónsson 4,5 v
5-6. Róbert Aron Eysteinsson og Sigurður Arnar Magnússon 2,5 v
7. Karl Gauti Hjaltason 2 v
8. Hafdís Magnúsdóttir 0 v

Haustmót TV hefst miðvikudaginn 28. september kl. 19:30


Vetrarstarfið að hefjast

Næstkomandi þriðjudagskvöld, kl. 19:30, hefst vetrarstarf T.V. með Hausthraðskákmóti félagsins. Tefldar verða 5. mínútna skákir 7-9 umferðir.
Haustmót T.V. hefst síðan á næstu dögum - nánar auglýst síðar.


Nýjir öflugir liðsmenn í TV.

  Í sumar hefur ekki verið mikið um að félagaskipti í TV og mun minna en undanfarin ár, en fyrir nokkru síðan gerðist það að stórmeistarinn Henrik Danielsen (2535) gekk til liðs við Taflfélag Vestmannaeyja en síðustu ár hefur Henrik verið í Haukum en þar áður í TV og Hróknum.  Við bjóðum Henrik velkominnn í félagið og væntum góðs samstarfs með honum.

  Þá gekk Bjarni Hjartarson (2093) í raðir TV en hann hefur teflt fyrir Fjölni í efstu deild undanfarin misseri. Bjarni hóf sinn feril í TR í kringum heimsmeistareivígið 1972 og þótti fljótt á meðal efnilegustu unglinga landsins. Hann hefur verið tíður gestur á Reykjavíkurkákmótunum undanfarin ár.

  Úr félaginu gengu þeir Lárus Knútsson (2080) og IM Sævar Bjarnason (2142) sem gekk í Skákfélag Íslands og er þeim þökkuð samfylgdin í gegnum árin, en Sævar yfirgefur nú félagið eftir áralanga veru í röðum okkar.


"Við erum að reyna að hjálpa börnum sem eru að deyja úr hungri"

2. Nansý Davíðsdóttir og Þorgrímur Þráinsson.Skákbörnin sem safna fyrir sveltandi börn í Sómalíu skora á Íslendinga, meistara sem byrjendur, stráka og stelpur, afa og ömmur, að mæta í Ráðhús Reykjavíkur á sólríkum sunnudegi. Þar tefla börnin við gesti sem leggja sitt af mörkum í söfnunina ,,Við erum ein fjölskylda“ á vegum Skákakademíu Reykjavíkur og Skáksambands Íslands.

Öll framlög fara í baráttu Rauða krossins við hungursneyðina í Sómalíu, en þar eru 350 þúsund börn í lífshættu vegna hungurs. Íslensku börnin byrjuðu maraþonið í Ráðhúsinu á laugardagsmorgun, þegar Donika Kolica, 14 ára, sigraði Jón Gnarr borgarstjóra. Í viðtali við fjölmiðla eftir skákina sagði Donika, sem kom til Íslands frá Kosovo fyrir fjórum árum: ,,Það skiptir engu máli hvort þú vinnur eða tapar. Við erum bara að reyna að hjálpa börnum, sem eru að deyja úr hungri. Margt smátt gerir eitt stórt."

Börnin söfnuðu næstum hálfri milljón á fyrri degi maraþonsins, enda lögðu margir leið sína í Ráðhúsið til að spreyta sig gegn börnunum í skák, og láta um leið gott af sér leiða. Maraþonið heldur áfram á sunnudag frá klukkan til 10 til 18. Börnin hafa unnið hug og hjörtu gesta og áhorfenda, og vona að sem flestir mæti í Ráðhúsið í dag.

- BÍK 


Nökkvi í 5. sæti í Búdapest

Síðasta umferð First saturday mótsins í Búdapest lauk í gær. Nökkvi tapaði fyrir ungverjanum Gabon Ritter (2083) í síðustu umferð og endaði með 6 vinninga. Árangur Nökkva er hækkun um 31 stig.

Viðureignir Nökkva 

  1. Nikola Hocevar (2034) SLO - Nökkvi Sverrisson 0-1
  2. Nökkvi Sverrisson - Attila Gulyas (2026) HUN 0-1
  3. Jozsef Juracsic (2133) HUN - Nökkvi Sverrisson 1-0
  4. Nökkvi Sverrisson - Raoul Bianchetti (1986) ITA 1-0
  5. Laszlo Havaskori (2084) HUN - Nökkvi Sverrisson 1/2-1/2
  6. Nökkvi Sverrisson - Minh Thang Tran (2101) VIE 1-0
  7. Hubertus Taube (2086) GER - Nökkvi Sverrisson 1-0
  8. Gyula Lakat (1899) HUN - Nökkvi Sverrisson 0-1
  9. Nökkvi Sverrisson - Fei Xu (1951) CHN 1/2-1/2
10. Zoltan Darazs (2203) HUN - Nökkvi Sverrisson 0-1
11. Nökkvi Sverrisson - Dr. Gabor Ritter (2083) HUN 0-1

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband