10.2.2017 | 13:24
Sigurjón skákmeistari Vestmannaeyja 2017
Hinn 8. janúar hófst skákþing Vestmannaeyja 2017 og lauk mótinu í gærkvöldi 9. febrúar. Þáttakendur voru sex og tefldar voru tvær umferðir með 60 mínútna umhugsunartíma auk 30 sek. á hvern leik.
Sigurvegari og Skákmeistari Vestmannaeyja 2017 varð Sigurjón Þorkelsson, en hann hlaut 9 vinninga af 10 mögulegum. Í öðru sæti varð Einar B. Guðlaugsson með 7,5 vinninga og í þriðja sæti varð Stefán Gíslason fráfarandi meistari með 5 vinninga.
Sigurjón er nú meistari í 12 sinn, en hann varð fyrst Skákmeistari Vestmannaeyja 1986 og síðast 2006 og hefur orðið meistari oftar en nokkur annar. Einar B. Guðlaugsson varð Skákmeistari Vestmannaeyja á árunum 1965 til 1968 eða 4 ár í röð. Aðrir keppendur voru Arnar Sigurmundsson, Gísli Eiríksson og Þórarinn I. Ólafsson, allt gamalkunnar kempur úr félaginu.
Mótstafla
|
| SÞ | EBG | SG | AS | ÞIÓ | GEi | Alls |
1 | Sigurjón | X | 1 / 1 | 1/ 1 | 1 / ½ | 1 / ½ | 1 / 1 | 9 |
2 | Einar | 0 / 0 | X | 1 / 1 | 1 / ½ | 1 / 1 | 1 / 1 | 7,5 |
3 | Stefán | 0 / 0 | 0 / 0 | X | 1 / ½ | ½ / 1 | 1 / 1 | 5 |
4 | Arnar | 0 / ½ | 0 / ½ | 0 / ½ | X | ½ / ½ | 1 / 1 | 4,5 |
5 | Þórarinn | 0 / ½ | 0 / 0 | ½ / 0 | ½ / ½ | X | 1 / 1 | 4 |
6 | Gísli | 0 / 0 | 0 / 0 | 0 / 0 | 0 / 0 | 0 / 0 | X | 0 |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.