25.9.2008 | 23:13
Hraðskákmót Íslands - Nökkvi efstur í tveimur flokkum
Síðastliðinn laugardag var Hraðskákmót Íslands haldið á Bolungarvík. Þrír liðsmenn T.V. lögðu land undir fót og kepptu ásamt tæplega 50 öðrum um titilinn Hraðskákmeistari Íslands og mörg önnur verðlaun í ýmsum flokkum. Eftir harða baráttur stóð Jón Viktor uppi sem sigurvegari eftir bráðabana við Arnar Gunnarsson. Í þriðja sæti varð fyrrum liðsmaður T.V. stórmeistarinn Henrik Danielsen ásamt forseta S.Í. Birni Þorfinnssyni. Einar Kristinn Einarsson fékk 8 vinninga, Nökkvi Sverrisson 7,5 og Sverrir Unnarsson 7.
Nökkvi varð efstur í flokki undir 1800 skákstig og jafnramt efstur unglinga 16 ára og yngri, en fékk ekki verðlaun í þeim flokki, þar sem ekki voru veitt nema ein verðaun á hvern verðlaunahafa.
Myndir eru á heimsíðu Taflfélags Bolungarvíkur. Öll úrslit má finna á Chess-Results.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2008 | 18:03
Skákmót á fimmtudag 19:30.
Fimmtudagsmótin eru byrjuð, næsta mót er fimmtudaginn 25. september kl. 19:30 og eru allir velkomnir.
Munið svo að skrá ykkur í Haustmót TV, sem hefst þriðjudaginn 30. september kl. 19:30. Unnt er að skrá sig hjá stjórn eða á fimmtudagsmótinu. Haustmótið er stærsta kappskákmótið fyrir áramót og er áætlað að því ljúki fyrir 10. nóvember.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2008 | 15:09
Aðalfundur Taflfélagsins.
Í gær var haldinn aðalfundur Taflfélags Vestmannaeyja. Fundurinn stóð í tvær klukkustundir og komu margar snjallar hugmyndir fram um eflingu félagsins og framtíðaráætlanir. Hér koma helstu punktar af fundinum.
Stjórn.
Stjórn félagsins tók nokkrum breytingum frá fyrra ári, þegar Sigurjón Þorkelsson og Guðjón Hjörleifsson gengu úr stjórninni. Sigurjón hefur starfað í stjórn félagsins í hartnær þrjá áratugi, lengst af sem formaður, en hann tekur sér nú hvíld frá stjónarsetu. Nýr inn í stjórnina kemur Björn Ívar Karlsson og varamaður er Kristófer Gautason, aðrir í stjórn eru Karl Gauti Hjaltason formaður, Ólafur Týr Guðjónsson, gjaldkeri, Sverrir Unnarsson, Þórarinn Ingi Ólafsson og Stefán Gíslason.
Fjárhagur.
Fjárhagur félagsins hefur stórbatnað á síðasta ári og skuldir hafa verið greiddar niður. Tekjuhlið uppgjörsins hljóðar upp á 4 milljónir króna og fást þær tekjur bæði frá fyrirtækjum hér í bæ auk þess sem verulegur hluti safnast með almennum fjáröflunum félagsins. Félagið á sér marga bakhjarla í bænum og þar standa fremst í flokki Sparisjóður Vestmannaeyja, Vinnslustöðin og Ísfélagið, auk Glófaxa og Frá. Ekki má gleyma Vestmannaeyjabæ, sem árlega styður dyggilega við félagið.
Mótahald.
Framundan er Haustmótið, sem hefst þriðjudaginn 30. nóvember n.k. kl. 19:30. Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig tímanlega. Þá mun Taflfélag Vestmannaeyja halda Íslandsmót pilta og stúlkna 15 ára og yngri, sem fram fer í Eyjum helgina 17-19. október n.k. Framundan er einnig þátttaka félagsins í Íslandsmóti skákfélaga, en fyrri hluti mótsins fer fram helgina 3-5. október í Reykjavík.
Skákkennsla.
Skákkennslan er að hefjast í félaginu þessa dagana og verður boðið upp á framhalds- og byrjendahópa. Framhaldshópur (1999-2000) verður fyrst um sinn á þriðjudögum kl. 17:00. Fimmtudagsæfingarnar eru hafnar fyrir tveimur vikum og hefjast kl. 19:30. Þangað eru allir velkomnir.
Skák í Grunnskóla Vestmannaeyja.
Eins og margir vita þá hófst regluleg skákkennsla í yngri bekkjum Grunnskóla Vestmannaeyja nú í haust og er það stórt stökk fram á við í málefnum skákarinnar hér í bæ og skref í þá átt að skapa skákinni þá umgjörð, sem sæmir bæ þar sem búa margir af sterkustu skákkrökkum landsins. Kennari í skólanum er Björn Ívar Karlsson. Ætlunin er að þeir krakkar sem áhuga hafa á frekari skákkennslu geti leitað til félagsins og fengið þar útrás fyrir hæfileika sína eða bara til þess að taka þátt í skemmtilegu áhugamáli.
Formaður.
23.9.2008 | 12:02
Ný heimasíða TV opnuð í dag !
Hér kemur fyrir sjónir ný heimasíða Taflfélags Vestmannaeyja.
Tilgangur hennar er ekki að koma í staðinn fyrir gömlu síðuna okkar, hún verður áfram í notkun, en með þessari síðu er tilgangurinn að koma af stað frekari umfjöllun um félagið, mót og allt það sem er á döfinni hjá félaginu.
Ætlunin er að stjórnarmenn og félagsmenn í TV skrifi reglulega inn á þessa síðu um t.d. mót sem eru í gangi og aðrir geti þá sett inn athugasemdir. Þetta gengur sem sagt út á að skapa lifandi síðu fyrir félagsmenn TV.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)