VOLCANO OPEN kl. 13:00 í dag, Gamlársdag!

volcanoopen_947172.jpg

    Hið árlega Volcano Open skákmót fer fram á Volcano Café kl. 13:00 í dag, Gamlársdag. Tefldar verða hraðskákir með 5 mínútna umhugsunartíma.  Boðið er upp á glæsileg verðlaun og það ekki af verri endanum :

1. Verðlaun: 10.000 kr.
2. Verðlaun: 5.000 kr gjafabréf á Volcano Café
3. Verðlaun: 2.500 kr. gjafabréf á Volcano Café

Að auki verða veittir verðlaunapeningar í eftirfarandi flokkum:
Mótinu í heild,
Yngri en 15 ára og
Yngri en 10 ára.

Að loknu móti fer fram verðlaunaafhending fyrir mót á haustönn félagsins.

Allir velkomnir, kostar ekkert að taka þátt.  Frést hefur að nokkrir skáksjúkir áhugamenn af höfuðborgarsvæðinu ætli sér að taka þátt og vera með í áramótagleði Eyjamanna um kvöldið.

Athugið að þetta er eina skákmótið sem er í boði á gamlársdag á landinu !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband