19.9.2009 | 01:16
Lítill árangur í Pysjuleit kvöldsins.
Stór hópur skákkrakka fór í pysjuleit í kvöld. Gengið var undir leiðsögn eyjakrakka um hafnarsvæðið en ekki fannst nein pysja og það eina sem hópurinn fann var stærðar mávsungi.
Veður var stillt og úðarigning og ágætis hiti.
Fólk sem við hittum hafði margt fundið pysjur og leyfðu þau gestunum að halda á þeim og fá smá innsýn í stemninguna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.