17.9.2009 | 22:26
Öll liðin komin til Eyja.
Í dag og kvöld komu öll liðin yfir til Vestmannaeyja, þrátt fyrir að Flóabáturinn Baldur hafi ekki farið seinni ferðina í dag.
Fyrst komu krakkarnir úr Rimaskóla með fluginu frá Reykjavík.
Í kvöld milli kl. 19 og 20:30 komu svo allar hinar þjóðirnar með flugi frá Bakka, en það rétt hafðist því rútan ók beinustu leið frá Keflavíkurflugvelli á Bakka án þess að stoppa nokkuð á leiðinni.
Danir, Norðmenn, Finnar og Svíar komu því með rellunum af Bakka í kvöld og höfðu þau mörg að orði að þau hefðu aldrei farið í slíka flugferð áður.
Í kvöld sáust þessi lið sitja inn á Kaffi María og snæða kvöldverðinn sinn á meðan krakkar í Eyjum fóru á lundapysjuveiðar í miklu blíðviðri.
Foreldrar og stjórnarmenn TV sáu um að aka fólkinu ofan af flugvelli og undirbúa AKÓGES salinn fyrir morgundaginn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.