7.9.2009 | 10:06
Haustmót TV
Fimmtudaginn 10. september hefst Haustmót Taflfélags Vestmannaeyja 2009. Mótið er eitt af aðalmótum vetrarins í skáklífi Vestmannaeyja og hefur verið vel sótt undafarin ár. Mótið er því gott tækifæri til þess að koma sér í þjálfun fyrir Íslandsmót skákfélaga sem fer fram helgina 25-27 september n.k.
Skraning fer fram hjá Sverri í síma 858-8866, hjá Karli Gauta í síma 898-1067 og á netfangið: sverriru@simnet.is til kl. 19 á fimmtudagskvöld.
Tímamörk: 1 klst. og 30 mín. + 30 sek. á leik. (7 umferðir - umferðarfjöld gæti tekið breytingum eftir þátttöku).
Mótið verður reiknað til Fide og íslenskra stiga. Teflt verður í Skáksetrinu Heiðarvegi 9.
Dagskrá: (Gæti tekið breytingum)
1. umferð: Fimmtudaginn 10. september kl. 19:30
2. umferð: Sunnudaginn 13. septeber kl. 19:30
3. umferð: Þriðjudaginn 22. september kl. 19:30
4. umferð: Fimmtudaginn 1. október kl. 19:30
5. umferð: Fimmtudaginn 8. október kl. 19:30
6. umferð: Fimmtudaginn 15. október kl. 19:30
7. umferð: Sunnudaginn 18. október kl. 19:30.
Haustmótsmeistarar síðustu sex ára hafa verið :
2008 Björn Ívar Karlsson
2007 Sigurjón Þorkelsson
2006 Ægir Páll Friðbertsson
2005 Einar Guðlaugsson
2004 Sigurjón Þorkelsson
2003 Sverrir Unnarsson.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.