Igor kominn í TV.

   Gamall góðkunningji okkar Taflfélagsmanna franski stórmeistarinn Igor Alexandre Nataf (2529) er enn á ný gengin til liðs við Taflfélag Vestmannaeyja (TV) eftir nokkurra ára fjarveru.  Síðustu tvö árin hefur Nataf teflt fyrir TR.  Lið okkar hefur veirð að styrkjast að undanförnu, en liðið vann sig upp í 1. deild í vor.  Fyrir eru m.a. stórmeistararnir Helgi Ólafsson (2522) og Luis Galego (2435), alþjóðlegu meistararnir Nils Grandelius (2515), Jan Johansson (2437) og Sævar Bjarnason (2171) ásamt Fidemeisturunum Þorsteini Þorsteinssyni (2286) og Tómasi Björnssyni (2163). Fyrir er í félaginu heimamaðurinn Björn Ívar Karlsson (2170) og svo nýlega gekk Björn Freyr Björnsson (2166) í TV.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband