20.6.2009 | 02:37
Ný sveit í burðarliðnum.
Á undanförnum árum höfum við í Taflfélagi Vestmannaeyja yfirleitt sent 4 sveitir á Íslandsmót skákfélaga. Eina yfirleitt sterka sveit sem hefur verið í 1 deild fyrir utan síðasta ár (A-sveit), síðan sveit skipuð okkar sterkustu heimaskákmönnum auk valinkunnra hjálparmanna (B-sveit), svo sveit sem hefur verið skipuð minni spámönnum og ýmsum góðvinum okkar (C-sveit) og loks unglingasveit, sem eru skipuð Vestmannaeyskum skákkrökkum að mestu (D-sveit).
Nú gæti orðið nokkur breyting á þessu, þar sem Ólafur Hermannsson félagi í TV og fyrrum formaður og félagar hans í skákklúbbnum "Frakkalafin" hafa það nú til rækilegrar íhugunar að mynda saman eina sveit félagsins (hugsanlega E-sveit) á næsta vetri.
Þessari nýbreytni tökum við að sjálfsögðu afar vel og gerir þetta ekkert nema að lífga upp á hinn fjölmenna TV-hóp á mótinu.
Athugasemdir
þetta eru vissulega góðar fréttir, en verður Karl Gauti ekki örugglega í A-sveit? og komast Sjonni og Stebbi Gilla yfirleitt í lið? Og hvað með Svavar Vignis og Svenna Magg á Kletti?
Magnus Matthiasson (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 03:18
Það er gaman að heyra í þér, Össur minn.
Taflfélag Vestmannaeyja, 20.6.2009 kl. 09:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.