1.5.2009 | 17:10
Landsmót í skólaskák - 4 umferðum lokið
Fjórum umferðum er nú lokið á Landsmótinu í skólaskák sem fram fer á Akureyri.
Daði Steinn Jónsson teflir í yngri flokki og er með 1,5 vinninga og er í 8. sæti. Hann teflir við Brynjar Steingrímsson (1160) í 5. umferð.
Daði Steinn er búinn að vinna og er með 2,5 vinninga og er í 7. sæti.
Nökkvi Sverrisson sem teflir í eldri flokki er með 2,5 vinninga og teflir við Hjört Þór Magnússon.
Nökkvi er búinn að vinna og er með 3,5 vinninga en óljóst er í hvaða sætin hann er þar sem nokkrum skákum er ólokið
Sjötta umferð hefst kl. 19:30 í kvöld og þá teflir Daði Steinn við Birki Karl Sigurðsson en Nökkvi við Mikael Jóhann Karlsson.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.