Heimsókn forsetans lokið.

  Í kvöld lauk heimsókn forseta Skáksambandsins til Vestmannaeyja, þar sem hann og Davíð Kjartansson kynntu sér skákuppbygginguna á Eyjunni.  Þeir heimsóttu grunnskólann, héldu þar fjöltefli, kenndu úrsvalsflokkum Taflfélagsins og buðu þeim upp á klukkufjöltefli, einkatíma og almenna kennslu.  Þá hittu þeir krakkaflokka félagsins í dag föstudag og heimsókn þeirra lauk með fjöltefli í húsnæði félagins í kvöld þar sem um 20 félagar tefldu við forsetann.  Hann gerðist svo djarfur að tefla við hópinn með 40 mínútur á hverja klukku á meðan hver mótherji fékk 30 mínútur.  Varð í lokin oft heitt í kolunum, þegar tíminn fór að minnka verulega.
  Tókst honum þó vel upp og lagði flesta andstæðinga sína, tapaði örfáum skákum, en samdi jafntefli við þá handfljótustu.
  Stjórn félagsins þakkar þeim heimsóknina og vonar að framhald verði á slíkum þar sem þetta virkar alltaf sem vítamínssprauta á skákstarfið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband