13.12.2008 | 02:50
150 nemendur í fjöltefli.
Það var mikið fjör í Grunnskólanum í Vestmannaeyjum á föstudagsmorgninum. Forseti Skáksambandsins, Björn Þorfinnsson og Davíð Kjartansson skákkennari buðu nemendum í yngri bekkjum grunnskólans í fjöltefli fram að hádegi.
Á þessum tíma tefldu u.þ.b. 150 krakkar fjöltefli við þá félaga og var mikið líf í tuskunum.
Í hléi afhenti forseti Skáksambandsins skólastjóra grunnskólans útnefningu SÍ og menntamálaráðuneytisins til sérstaks skákverkefnis á vegum þessara aðila.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.