6.12.2008 | 00:56
Davíð og Björn með æfingar 11-12. des.
Næsta fimmtudag 11. desember koma þeir Davíð Kjartansson skákkennari og Björn Þorfinnsson forseti Skáksambands Íslands til Eyja og verða með kennslu í grunnskólanum og í Taflfélagi Vestmannaeyja, bæði á fimmtudag og á föstudag.
Stundaskrá yfir heimsóknina kemur hér inn á síðuna fljótlega, en þeir verða bæði með kennslu fyrir einstaka hópa hjá félaginu og svo bjóða þeir upp á fjöltefli á föstudagskvöldið sem er opið öllum.
Verið í startholunum !
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.