Stúlknaskákmót Sparisjóðsins á þriðjudaginn kl. 5.

   Á morgun þriðjudaginn 2. desember kl. 5 verður haldið Stúlknaskákmót Sparisjóðs Vestmannaeyja.  Þetta fyrsta stúlknaskákmót í Eyjum er að þessu sinni einungis opið stúlkum úr Vestmannaeyjum.  Mótið verður í húsnæði Taflfélagsins að Heiðarvegi 9. og er áætlað að það standi í einn og hálfan klukkustíma.  Allir eru velkomnir, systur, frænkur, mömmur og ömmur.

  Allir geta verið með enda er boðið upp á svokallaða peðaskák fyrir þá sem ekki kunna hefðbundna skák, en peðaskák geta allir leikið eftir 2 mínútna leiðsögn.  Í hefðbundinni skák verða verðlaun fyrir hvern aldursflokk.  Auk þessa verður dregið úr verðlaunum fyrir alla í happadrætti, en Sparisjóðurinn í Vestmannaeyjum gefur öll verðlaun.

  Veittur verður bikar fyrir efstu stúlku í mótinu sjálfu, en að auki verða verðlaunapeningar fyrir efstu stúlkur í eftirtöldum aldursflokkum :

Drottningarflokkur 1998 & eldri
Prinsessuflokkur 1999
Mjallhvítarflokkur 2000
Öskubuskuflokkur 2001

Þyrnirósarflokkur 2002 og yngri

 

  Þá fá efstu þrjár stúlkurnar í peðaskákinni verðlaunapeninga án tillits til aldurs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband