25.11.2008 | 20:22
20 stelpur á þriðju skákæfingunni.
Þriðja stelpuskákæfingin var áðan og mættu að þessu sinni tuttugu stelpur hjá Gauta. Þær yngstu eru 6 ára en þær elstu 11 og verður ekki annað sagt en að byrjunin lofi góðu um framhaldið. Það er svolítið öðruvísi andrúmsloftið á þessum æfingum heldur en hjá peyjunum, því ekki er háreystinni fyrir að fara.
Næsta þriðjudag kl. 17 verður stúlknaskákmótið haldið og eru allar stúlkur hvattar til að mæta og taka vinkonur sínar eða bara mömmu sína með.
Boðið verður upp á peðaskák fyrir þær sem ekki treysta sér til að tefla hefðbundna skák.
Boðið verður upp á fjölda verðlauna og happadrættisvinninga auk þess sem nammi verður í boði.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.