Velheppnaður fyrirlestur Björns Ívars.

  Í gærkveldi var annað fyrirlestrarkvöld Taflfélags Vestmannaeyja haldið.  Fyrirlesari var eins og á því fyrsta Björn Ívar Karlsson.

  Á staðinn mættu um tíu skákfélagar og var gerður góður rómur að þessari nýjung í starfi félagsins.  Fyrirlestrarnir fara þannig fram að Björn Ívar tekur 2-3 vel valdar skákir, e.t.v. og þá oft afbrigði af sömu byrjun.  Loks tekur hann nokkrar stöður úr frægum eða minna frægum skákum og áheyrendur fá að koma með hugmyndir um lausnir.

  Í gær fór hann yfir slavneska vörn og sýndi okkur fyrst skák Torre og Timmans í Linares 1982 (1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 dxc4 5. a4 Bf5 6. Re5).  Í beinu framhaldi fór hann yfir skák Carlsens og Gronne í Noregi 2005 (4. - e6 5. Bg5 h6), þar sem Gronne (Green á ensku) fór heldur betur flatt á snilli Carlsen og hefur ekkert frést af honum síðan á skáksviðinu.

  Því næst fór Björn yfir nokkru peðsendatöfl sem fólu í sér fjarlægt andspæni og endatöfl með mislitum biskupum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband