Hraðskákmót Íslands - Nökkvi efstur í tveimur flokkum

img_0095Síðastliðinn laugardag var Hraðskákmót Íslands haldið á Bolungarvík. Þrír liðsmenn T.V. lögðu land undir fót og kepptu ásamt tæplega 50 öðrum um titilinn Hraðskákmeistari Íslands og mörg önnur verðlaun í ýmsum flokkum. Eftir harða baráttur stóð Jón Viktor uppi sem sigurvegari eftir bráðabana við Arnar Gunnarsson. Í þriðja sæti varð fyrrum liðsmaður T.V. stórmeistarinn Henrik Danielsen ásamt forseta S.Í. Birni Þorfinnssyni. Einar Kristinn Einarsson fékk 8 vinninga, Nökkvi Sverrisson 7,5 og Sverrir Unnarsson 7.

Nökkvi varð efstur í flokki undir 1800 skákstig og jafnramt efstur unglinga 16 ára og yngri, en fékk ekki verðlaun í þeim flokki, þar sem ekki voru veitt nema ein verðaun á hvern verðlaunahafa.

Myndir eru  á heimsíðu Taflfélags Bolungarvíkur.  Öll úrslit má finna á Chess-Results.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband