23.9.2008 | 12:02
Ný heimasíða TV opnuð í dag !
Hér kemur fyrir sjónir ný heimasíða Taflfélags Vestmannaeyja.
Tilgangur hennar er ekki að koma í staðinn fyrir gömlu síðuna okkar, hún verður áfram í notkun, en með þessari síðu er tilgangurinn að koma af stað frekari umfjöllun um félagið, mót og allt það sem er á döfinni hjá félaginu.
Ætlunin er að stjórnarmenn og félagsmenn í TV skrifi reglulega inn á þessa síðu um t.d. mót sem eru í gangi og aðrir geti þá sett inn athugasemdir. Þetta gengur sem sagt út á að skapa lifandi síðu fyrir félagsmenn TV.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.