28.5.2018 | 11:33
Árangur TV á Íslandsmóti skákfélaga 2018 ţokkalegur
Íslandsmót skákfélaga 2017-2018 fór fram eins og oft áđur í Rimaskóla í Reykjavík. Ţar er mjög jákvćtt viđmót skólastjórnenda og annara sem komu ađ framkvćmd mótsins til skáklistarinnar.
Fyrri hluti mótsins, fjórar umferđir fóru fram 20.-22. október 2017 og seinni hlutinn, ţrjár umferđir 2.-3 mars 2018. Taflfélag Vestmannaeyja sendi tvćr sveitir til keppni. TV vann sig upp í 3. deild voriđ 2017 og ţá var ákveđiđ ađ senda einnig sveit í 4. deild. Ljóst var ađ á brattann var ađ sćkja í 3ju deild, ţar sem fyrir voru í fleti öflugar skáksveitir af höfuđborgarsvćđinu og af landsbyggđinni. Teflt er á sex borđum í 3. og 4. deild og til ađ manna tvćr sveitir ţurfa ađ vera til stađar liđlega 20 keppendur vegna forfalla og fjarveru keppenda. Ólafur Hermannsson var liđsstjóri TV í 4. deild og Arnar Sigurmundsson, form. TV var liđsstjóri í 3. deild.
Eftir fyrrihluta keppninnar var útlitiđ ekki gott í 3ju deild, en ţar voru 14 skáksveitir, ţrjú liđ falla og TV var ţá í 12. sćti, fallsćti. Í seinni hluta mótsins í mars sl. gekk sveitinni betur og enduđum viđ í 10. sćti eftir spennandi lokaumferđir. Ţessi niđurstađa var sannarlega ákveđinn varnarsigur, en mikil forföll keppenda höfđu sín áhrif á árangur liđsins.
Sveit TV í 4. deild gekk öllu betur, en ţar voru 18 skáksveitir. Eftir fyrrihlutann var TV í 6. sćti og ţegar upp var stađiđ frá skákborđum í mars 2018 var sveitin í 10. sćti sem er mjög ţokkalegur árangur.
Taflfélag Vestmanaeyja ţakkar félagsmönnum sínum fyrir ţáttökuna í mótinu. Ţađ reyndist meira púsluspil en reiknađ var međ ađ ná saman fullskipuđum liđum í hverja umferđ en ţađ tókst og komu um 25 félagar í TV viđ sögu og eru ţeir ýmist búsettir í Eyjum eđa á fastalandinu.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.