14.12.2015 | 13:11
Stefán Gíslason skákmeistari Vestmannaeyja 2015
Nú er nýloknu Skákþingi Vestmannaeyja 2015.
Hinn gamalkunni skákmaður, Stefán Gíslason sigraði og er því Skákmeistari Vestmannaeyja 2015. Stefán hefur lengi teflt með félaginu og tekið þátt í flestum mótum þess síðustu áratugi, en þetta er í fyrsta sinn sem hann hlýtur hinn eftirsótta titil. Stefán hlaut 4 vinninga af 5 mögulegum og varð einn efstur á skákþinginu.
Keppendur á Skákþinginu að þessu sinni voru 6, en auk Stefáns tóku þátt þeir Sigurjón Þorkelsson, Þórarinn I. Ólafsson, Arnar Sigurmundsson, Einar B. Guðlaugsson og Gísli Einarsson, en flestir þessir eru gamalkunnir skákmenn í félaginu.
Í 2-3 sæti urðu þeir Sigurjón og Einar, jafnir með 3,5 vinninga.
Stefán er vel að titlinum kominn, enda vel að sér í skákfræðunum, en það er kannski hin eðlislæga hógværð Stefáns sem veldur því að hann hefur ekki unnið þennan titil fyrir löngu síðan. Um ævi og störf Stefáns má lesa á: http://www.heimaslod.is/index.php/Stef%C3%A1n_G%C3%ADslason
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.