17.2.2014 | 17:05
Nökkvi með brons á Norðulandamótinu
í gær lauk Norðurlandamótinu í skólaskák. Mótið var haldið í Billund í Danmörku. Nökkvi Sverrisson tefldi í efsta flokki og varð í 3. sæti. Þetta eru önnur verðlaun Nökkva á Norðurlandamóti en hann var einnig í 3. sæti í næst efsta flokki fyrir þremur árum síðan.
Árangur Íslands á mótinu var mjög góður og var Ísland eina þjóðin sem átti verðlaunasæti í öllum flokkum.
A flokkur
3. Nökkvi Sverrisson 3,5 vinn
4. Mikael Jóhann Karlsson 3,5 vinn
B flokkur
3. Dagur Ragnarsson 4
5. Óliver Aron Jóhannsson 3,5 vinn
C flokkur
2. Jón Kristinn Þorgeirsson 4,5 vinn
9. Dawid Kolka 2,5
D flokkur
3. Hilmir Freyr Heimisson 4
9. Felix Steinþórsson 2,5
E flokkur
2. Vignir Vatnar Stefánsson 4,5
5. Mykhaylo Kravchuk 3 vinn
Ísland varð jafnframt Norðurlandameistari liða og varði titilinn frá því í fyrra:
Ísland 35,5 vinningar
Danmörk 34 vinningar
Svíþjóð 33 vinningar
Noregur 32,5 vinningar
Finnland 30 vinningar
Færeyjar 15 vinningar
Mótið var trúlega það best skipulagða hingað til og t.a.m. voru allar skákir sendar út beint.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.