23.12.2013 | 11:43
Uppruni Jólamóts TV frá ţví fyrir landnám !
Eins og allir ćttu nú ađ vita verđur Jólamót Taflfélags Vestmannaeyja, á sjálfan Jóladaginn, 25. desember n.k. og hefst klukkan 13:00 og fer fram í Skáksetrinu ađ Heiđarvegi 9 í Vestmannaeyjum.
Jólamót Taflfélags Vestmannaeyja hefur veriđ haldiđ frá örófi alda og enginn veit í raun hvenćr fyrsta jólamótiđ var haldiđ. Vísindamenn og ţá sérstaklega fornleifafrćđingar hafa glímt viđ ţá ráđgátu í áratugi og eru ekki allir á einu máli um uppruna og tilurđ mótsins. Áriđ 2013 markar í raun ţáttaskil í rannsóknum á ţessu viđfangsefni ţví ţegar nýr páfi, Jorge Bergoglio tók viđ um miđjan mars var ţađ eitt af fyrstu verkum Jorge ađ opna gamla kjallara í Páfagarđi í ţessu augnamiđi. Jorge, sem reyndar tók sér nafniđ Frans í tilefni af stöđuhćkkuninni, opnađi ţannig gamlar skjalageymslur páfagarđs og leitađi ţar persónulega í dyrum og dyngjum ađ handritum hvađ ţessa ráđgátu varđađi og viti menn; Rakst hann ekki á handrit sem taliđ er ritađ á fornnorrćnu (og hann botnađi reyndar ekkert í) og var ekki seinn á sér, eftir ađ hafa rćtt viđ okkur Eyjamenn á Skybe (sjá mynd) ađ senda ljósritađ eintak til handritasérfrćđings félagsins, Stefáns Gíslasonar (kallađur Stebbi Gilla).
Jorge Bergoglio veifar glađbeittur forsvarsmönnum TV á Skybe
Til ţess ađ gera langa sögu stutta, var hér um stórmerka uppgötun ađ rćđa. Stefán lá yfir skjali ţessu fram á haustiđ og hefur hann ásamt formanni vorum, Ćgi Pál haldiđ niđurstöđum leyndum allt ţar til nú nýveriđ sem ritstjórar Vefsíđu félagsins rákust á minnisblađ sem lá á glámbekk í Skáksetrinu.
Samkvćmt minnisblađinu virđist sem handritiđ sé ritađ af írska munkinum Diculiusi og greinir frá ţví ađ eitt sinn hafi hann heimsótt Heimaey og dvaliđ hér einn vetur um 825. Hápunktur jólahátíđarinnar hafi veriđ skákmót sem munkarnir héldu á jóladag og höfđu gert um langan aldur, ađ sögn Diculiusar. Ekki greinir hann frá sigurvegara mótsins 825, en víst er ađ hann sjálfur var fremur neđarlega. Á mótiđ komu munkar ofan af landi, ţeir sem ekki voru ţeim mun sjóveikari, allt austan úr Örćfum.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.