Skákþing Vestmannaeyja 2013

Skákþing Vestmannaeyja hófst á miðvikudagskvöld. Sjö keppendur skráðu sig til leiks og tefla allir við alla. Tímamörk eru 1:30 á hverja skák með 30 sek. uppbótartíma. Mótið verður bæði reiknað til Íslenskra og alþjóðlegra stiga. Núverandi Skákmeistari Vestmannaeyja er Nökkvi Sverrisson.

   Töfluröð

  1. Ægir Páll Friðbertsson 2134
  2. Nökkvi Sverrisson 2064
  3. Stefán Gíslason 1817
  4. Karl Gauti Hjaltason 1507
  5. Sigurjón Þorkelsson 2035
  6. Sverrir Unnarsson 1959
  7. Einar Guðlaugsson 1908

Í fyrstu umferð sigraði Nökkvi Einar eftir miklar sviptingar þar sem Einar átti góða möguleika á betri úrslitum. Stefán tapaði peði í byrjun gegn Sverri og fékk afar erfiða stöðu og gafst upp þegar þrengdi að. Karl Gauti átti fína möguleika gegn Sigurjóni en varð að játa sig sigraðan eftir að Sigurjón sýndi sínar bestu hliðar í endatafli.

Næsta umferð verður tefld miðvikudaginn 9. október kl. 19:30

    2. umferð

    Ægir Páll - Nökkvi  
    Sverrir - Karl Gauti
    Einar - Stefán

mótið á chess-results


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband