4.7.2013 | 11:48
Sparisjóðsmótið á laugardag
Á laugardag, 6. júlí fer fram Sparisjóðsmótið í Eyjum. Mótið er þáttur í hátíðahöldum í Vestmannaeyjum vegna þess að 40 ár eru nú liðin frá því að Heimaeyjargosinu lauk.
Það verður haldið í húsnæði félagsins að Heiðarvegi 9 og hefst það kl. 13:30 en skráning hefst kl. 13:00. Allir eru velkomnir. Á sama stað verður alla helgina málverkasýning Sigurfinns og geta gestir og jafnvel skákmenn gefið sér tíma til að virða fyrir sér myndir hans á meðan á mótinu stendur.
Tefldar verða 5 mínútna skákir, en umferðafjöldi fer eftir þátttöku, en mótið tekur ca. 2 tíma. Verðlaun verða fyrir mótið í heild og einnig sérverðlaun fyrir yngri þátttakendur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.