Helgi tefldi við 27 gesti.

  Í dag á fjörutíu ára afmæli Heimaeyjargossins stór Taflfélag Vestmannaeyja, Grunnskólinn í Vestmannaeyjum og Vestmannaeyjabær fyrir fjöltefli í húsi Akóges í Vestmannaeyjum.

  Helgi Ólafsson, stórmeistari og félagsmaður í Taflfélagi Vestmannaeyja tefldi við gesti, en þess má geta að Helgi var einn þeirra sem yfirgáfu Heimaey gosnóttina fyrir 40 árum. 

  Alls mættu 27 í fjölteflið, en rúmlega helmingurinn voru grunnskólabörn.  Taflið hófst kl. 13 og var lokið rétt fyrir klukkan þrjú. Fór það svo að Helgi vann 25 skákir, en samdi jafntefli við Nökkva Sverrisson og Karl Gauta Hjaltason.

  Þeir þáttakendur sem best stóðu sig fengu ýmsar gjafir frá Vestmannaeyjabæ og Helgi Ólafsson útnefndi skákina við Nökkva bestu skákina og hlaut Nökkvi ferð með Ernir/Flugleiðum innanlands að launum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband