Fjöltefli í dag kl. 13:00 í Akóges.

  Í tilefni af 40 ára afmæli gossins á Heimaey, stendur Taflfélag Vestmannaeyja i samvinnu við Grunnskólann í Vestmannaeyjum og Vestmannaeyjabæ fyrir fjöltefli í Akóges í dag miðvikudaginn 23 janúar og hefst fjölteflið kl. 13:00.

  Sá sem mun etja þar kappi við gesti og gangandi er stórmeistarinn og Eyjamaðurinn Helgi Ólafsson.  Krökkum á grunnskólaaldri verður gefið frí úr skólanum á þessum tíma til þess að geta tekið þátt í fjölteflinu.

  Allir eru velkomnir á fjölteflið, en félagar í Taflfélaginu sjá um framkvæmd fjölteflisins, en Helgi hefur um langt árabil verið félagsmaður í Taflfélaginu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband