Sigurbjörn Björnsson í TV.

  Nú nýverið gekk Sigurbjörn Björnsson Fidemeistari til liðs við Taflfélag Vestmannaeyja. Hann hefur undanfarið teflt fyrir Helli og þar á undan var hann í SH.  Sigurbjörn státar af allmörgum sigrum á skákferli sínum og má þar nefna að hann varð Skákmeistari Reykjavíkur 2007 auk þess sem hefur þrívegis deilt efsta sætinu á sama móti.  Sigurbjörn hefur tvisvar unnið Haustmót TR og þrívegis sigrað á Meistararmóti Hellis, auk þess varð hann nokkrum sinnum Skákmeistari Hafnarfjarðar.  Sigurbjörn náði sínum fyrsta alþjóðlega áfanga fyrir ári síðan á EM Taflfélaga í Slóveníu og fór svo yfir 2400 elóstig í seinni hluta Íslandsmóts Skákfélaga í mars síðastliðnum.

  Við bjóðum Sigurbjörn velkominn í TV og mun hann án efa styrkja lið okkar í komandi deildarkeppni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband