9.7.2012 | 10:22
Nökkvi teflir á Skoska meistaramótinu
Nökkvi Sverrisson teflir nú á Skoska meistaramótinu í Glasgow. Nökkvi hefur byrjað mjög vel og er með 1,5 vinninga eftir 2 umferðir, vann Daniel Thomas SCO (1793) og gerði síðan jafntefli við FIDE meistarann Alan Tate SCO (2346). Alan Tate fyrsta borðs maður Skota.
Andstæðingur Nökkva í dag er danski stórmeistarinn Jacob Aagaard (2506) og verður skákin sýnd beint á heimasíðu mótsins í dag, en umferðin hefst kl. 12 að íslenskum tíma.
- Heimasíða mótsins
- Beinar útsendingar (umferðir hefjast kl. 12, nema 7. umferð hefst kl. 11:30)
- Úrslitaþjónusta
- skak.is
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.