Nökkvi teflir á Skoska meistaramótinu

Nökkvi Sverrisson teflir nú á Skoska meistaramótinu í Glasgow. Nökkvi hefur byrjað mjög vel og er með 1,5 vinninga eftir 2 umferðir, vann Daniel Thomas SCO (1793) og gerði síðan jafntefli við FIDE meistarann Alan Tate SCO (2346). Alan Tate fyrsta borðs maður Skota.
Andstæðingur Nökkva í dag er danski stórmeistarinn Jacob Aagaard (2506) og verður skákin sýnd beint á heimasíðu mótsins í dag, en umferðin hefst kl. 12 að íslenskum tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband