20.5.2012 | 15:55
Álfhólsskóli sigraði vinamótið.
Álfhólsskóli sigraði í tveimur síðustu umferðunum á Vinamóti Eyja- og Álfhóls í Kópavogi og unnu því þrjár umferðir af fjórum og þar með mótið.
Í þriðju umferð vann Álfhólsskóli með 3 vinningum gegn 2 vinningum Eyjamanna og í síðustu umferðinni unnu þeir með 4,5 vinningum gegn 1/2 vinningi Eyjamanna.
1. umferð 0 - 5
2. umferð 3 - 2
3. umferð 2 - 3
4. umferð 0,5 - 4,5
Samtals viðureignir 1-3, og vinningar 5,5 - 14,5
Bestu skákir í hvoru liði um sig voru valdar af þjálfurum þeirra, þeim Smára Teitssyni og Nökkva Sverrissyni og unnu þeir sérstök verðlaun ;
Guðlaugur Gísli Guðmundsson Vestmannaeyjum í 2 umferð og
Felix Steinþórsson Álfhólsskóla fyrir skák í 3 umferð.
Keppendur fyrir hönd Eyja voru þeir Sigurður Arnar Magnússon, Jörgen Freyr Ólafsson, Eyþór Daði Kjartansson, Guðlaugur Gísli Guðmundsson og Daníel Már Sigmarsson.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.