Jafnt í Vinamóti Eyja og Álfhóls.

  Í gær hófst Vinamót Eyja- og Álfhóls í Kópavogi með fyrstu umferð kl. 18:00 og í morgun fór fram önnur umferð kl. 9:30 og sú þriðja er á eftir klukkan 13, en mótinu lýkur á morgun kl. 10 með síðustu umferðinni.

  Í fyrstu umferðinni kom í ljós það sem Eyjamenn reyndar vissu að Eyjastrákarnir voru ansi ryðgaðir og töpuðu öllum sínum skákum 0-5.  Í morgun voru þeir þó vel vaknaðir og sigruðu 3-2 og hefur því hvort liðið um sig unnið eina umferð, en Álfhólsskóli er yfir á vinningum 7-3. Tefldar eru kappskákir klukkstund + 30 sek á leik.

  Margir af krökkunum eru að tefla sínar fyrstu kappskákir og standa sig bara vel.

Dagskráin :
3 umf. Laugardagur kl. 13:00
4 umf. Sunnudagur kl. 10:00

  Keppendur eru allir á aldrinum 11-13 ára, en leyfilegt er að bæta inn mönnum ef þátttaka verður ekki næg.  Mótið er hugsað sem æfingamót fyrir krakkana, en Álfhólsskóli varð íslandsmeistari barnaskólasveita í vor og eru á leið á Norðurlandamót í Svíþjóð í haust.

  Allir keppendur fá verðlaunapening og svo verða verðlaunabikarar fyrir bestu skákir úr hvoru liði.

  Í dag klukkan 16:00 verður OPIÐ Vorhraðskákmeistaramót Vestmannaeyja með þátttöku allra þessara krakka og félagsmanna í TV og annarra gesta.  Verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í mótinu sjálfu og einnig eru sérstök verðlaun fyrir yngri en 16 ára.  Rétt er að ítreka að mótið er öllum opið, eina skilyrðið er að mæta á staðinn fyrir kl. 16:00 á laugardaginn.  Mótið fer fram í Skáksetrinu að Heiðarvegi 9 í Vestmannaeyjum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband