Nökkvi Skákmeistari Vestmannaeyja 2012

nokkvi_4 Í gærkvöldi var tefld 9 og síðasta umferð Skákþingsins. 
Fyrr í vikunni tefldu Einar og Sverrir frestaða skák úr 8. umferð og lauk henni með sigri Einars. Því var ljóst að Nökkvi Sverrisson hafði sigrað á Skákþingi Vestmannaeyja fyrir árið 2012. Nökkvi tefldi af miklu öryggi í mótinu og var aldrei í taphættu og hefur aðeins gert eitt jafntefli þegar hann á eina skák óteflda.
Í skákum gærkvöldsins bar hæst viðureign Michal Starosta og Einars Guðlaugssonar. Michal sigraði eftir grófan afleik Einars og skaust með því upp í 3. sætið í mótinu. Flottur árangur á hans fyrsta kappskákmóti og gaman að fylgjast með taflmennsku hans því ekki hefur hann mikið fyrir að telja peðin heldur teflir allar stöður til sigurs.
Sverrir vann Stefán í lengstu skák kvöldsins og tryggði með því 2. sætið. Daði Steinn sigraði síðan Jörgen.
Tveimur skákum þurfti að fresta í 9. umferð og verða þær tefldar á næstu dögum.

 úrslit 9. umferðar

NafnStigÚrslitNafn Stig
Michal Starosta0

1  -  0

Einar Guðlaugsson1928
Sigurður A Magnússon1367

frestað

Krístófer Gautason1664
Karl Gauti Hjaltason1564

0  -  1

Nökkvi Sverrisson1930
Daði Steinn Jónsson1695

1  -  0

Jörgen Freyr Ólafsson1167
Sverrir Unnarsson1946

1  -  0

Stefán Gíslason1869

staðan

SætiNafnStigVinSB 
1Nökkvi Sverrisson193027,50
2Sverrir Unnarsson1946724,00 
3Michal Starosta0618,00 
4Einar Guðlaugsson192822,25 
5Daði Steinn Jónsson1695518,00 
6Karl Gauti Hjaltason1564413,50
7Kristófer Gautason166411,251 frestuð
8Stefán Gíslason18697,25 
9Jörgen Freyr Ólafsson116700,001 frestuð
 Sigurður A Magnússon136700,002 frestaðar

chess-results


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband