8.2.2012 | 23:57
Skákþing - Kristófer sigraði Einar
Sjöunda umferð Skákþings Vestmannaeyja var tefld í kvöld og var nokkuð um óvænt úrslit.
Kristófer sigraði Einar eftir að sá síðanefndi hafði leikið frekar ónákvæmt. Kristófer nýtti sín færi vel og vann örugglega.
Michal tapaði manni í 5. leik en náði samt að setja pressu á Nökkva en það dugði ekki til og Nökkvi vann.
Stefán fékk fljótlega kolunna stöðu á móti Gauta og vann skiptamun en tefldi ekki nægilega vel eftir það. Í tímahraki vann Gauti mann til baka og staðan leystist upp í jafntefli.
Daði Steinn og Sverrir tefldu lengstu skák umferðarinnar og eftir byrjunina hafði Sverrir aðeins betra. Daði Steinn tefldi skákina mjög vel og gaf ekki færi á sér og þeir sættust að lokum á jafntefli. Í lokastöðunni hafði þó Daði Steinn einhverja vinningsmöguleika.
Skák Sigurðar og Jörgens var frestað og verður hún tefld um helgina, sem og skák Nökkva og Einars úr 5. umferð.
úrlslit 7. umferðar
Nafn | Stig | Úrslit | Nafn | Stig |
Kristófer Gautason | 1664 | 1 - 0 | Einar Guðlaugsson | 1928 |
Michal Starosta | 0 | 0 - 1 | Nökkvi Sverrisson | 1930 |
Sigurður A Magnússon | 1367 | frestað | Jörgen Freyr Ólafsson | 1167 |
Karl Gauti Hjaltason | 1564 | ½ - ½ | Stefán Gíslason | 1869 |
Daði Steinn Jónsson | 1695 | ½ - ½ | Sverrir Unnarsson | 1946 |
staðan eftir 7. umferðir
Sæti | Nafn | Stig | Vin | SB | |
1 | Sverrir Unnarsson | 1946 | 6 | 15,75 | |
2 | Nökkvi Sverrisson | 1930 | 5½ | 17,00 | 1 frestuð |
3 | Einar Guðlaugsson | 1928 | 4½ | 12,00 | 1 frestuð |
4 | Michal Starosta | 0 | 4 | 7,50 | |
5 | Daði Steinn Jónsson | 1695 | 3½ | 12,25 | |
6 | Kristófer Gautason | 1664 | 3½ | 8,75 | |
7 | Karl Gauti Hjaltason | 1564 | 3 | 9,75 | |
8 | Stefán Gíslason | 1869 | 3 | 4,50 | |
9 | Jörgen Freyr Ólafsson | 1167 | 0 | 0,00 | 1 frestuð |
10 | Sigurður A Magnússon | 1367 | 0 | 0,00 | 1 frestuð |
8. umferð miðvikudaginn 15. febrúar kl. 19:30
Nafn | Stig | Úrslit | Nafn | Stig |
Einar Guðlaugsson | 1928 | - | Sverrir Unnarsson | 1946 |
Stefán Gíslason | 1869 | - | Daði Steinn Jónsson | 1695 |
Jörgen Freyr +Olafsson | 1167 | - | Karl Gauti Hjaltason | 1564 |
Nökkvi Sverrisson | 1930 | - | Sigurður A Magnússon | 1367 |
Kristófer Gautason | 1664 | - | Michal Starosta | 0 |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.