Skákþing Vestmannaeyja hófst í kvöld

  Skákþing Vestmannaeyja hófst í gærkvöldi. 10 taka þátt að þessu sinni og ákveðið var að tefla lokað mót, þannig að allir tefla við alla.  Björn Ívar Karlsson er ekki með að þessu sinni, en hann hefur borið sigur úr býtum undanfarin ár.
  Stefán og Einar tefldu ágæta skák framan af en í miðtaflinu var Stefán sleginn blindu og tapaði manni og gafst upp stuttu seinna.
  Jörgen átti fína skák og átti ágæta möguleika gegn Sverri í miðtaflinu eftir að hafa gefið peð í byrjun, en misst taktinn og fékk tapað endatafl.
  Nökkvi og Daði Steinn tefldu hörkuskák þar sem Daði Steinn varðist vel og var kominn með ágæt færi í miðtaflinu en tapaði síðan peði og þar með skákinni.
  Kristófer og Gauti tefldu lengstu skák umferðarinnar þar sem Gauti tapaði manni í miðtaflinu en fékk 2 peð uppí hann og virtist ekki hafa mikla möguleika, en náði að snúa á soninn og gera peðin að stórhættulegum uppvakningum og fékk að lokum hálfan punkt.
  Michal og Sigurður Arnar tefldu hörkuskák þar sem peð eða menn voru ekki talin heldur allt gefið fyrir færin og var mikið fjör í gangi. Að lokum missti Sigurður af góðri leið sem Michal nýtti sér vel og fékk mátsókn sem ekki varð stöðvuð.

Úrslit 1. umferðar:

NameRtgRes.NameRtg
Stefán Gíslason18690  -  1Einar Guðlaugsson1928
Jörgen Freyr Ólafsson11670  -  1Sverrir Unnarsson1946
Nökkvi Sverrisson19301  -  0Daði Steinn Jónsson1695
Kristófer Gautason1664½  -  ½Karl Gauti Hjaltason1564
Michal Starosta01  -  0Sigurður A Magnússon1367

2. umferð - sunnudaginn 15. janúar kl. 14:00

NameRtgRes.NameRtg
Einar Guðlaugsson1928-Sigurður A Magnússon1367
Karl Gauti Hjaltason1564-Michal Starosta0
Daði Steinn Jónsson1695-Kristófer Gautason1664
Sverrir Unnarsson1946-Nökkvi Sverrisson1930
Stefán Gíslason1869-Jörgen Freyr Ólafsson1167

chess-results


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband