Björn Ívar sigraði Volcano mótið.

  Í dag, gamlársdag fór fram hið árlega Volcano skákmót á Veitingastaðnum Volcano í Vestmannaeyjum.  Að þessu sinni var mótið til styrktar Steingrími Jóhannessyni og rann öll innkoma mótsins kr. 20.000 honum til styrktar.

  Alls mættu 16 keppendur til leiks og voru tefldar 9 umferðir, 5 mínútna skákir.  Nokkrir gamlir félagar mættu, t.d. Ágúst Már Þórðarson, sem teflir nú á Austurlandi, Lúðvík Bergvinsson félagi okkar í Reykjavík, Mikhael Starosta, nýr félagi í TV að ógleymdum sendiherra okkar á höfuðborgarsvæðinu, Einari K. Einarssyni og þá komu líka þeir Eyþór og Jörgen.

  Þá mætti Grímhildur, völva félagsins og sást hún á löngu spjalli við Einar K. sem mun hafa fengið skíra sýn á næsta ár hjá sér og á eftir sagðist hann vera búin að breyta utanlandsferðinni í sumar eftir leiðbeiningum Hildu.  Grímhildur mun nú vera að skrifa nákvæma spá fyrir árið 2012 sem mun verða birt á fyrstu dögum nýja ársins og þá munu margir fá það óþvegið og óþegið ef svo ber undir.  Hilda gamla, eins og hún er kölluð sagðist hafa haft mikla ánægju af því að fylgjast með mótinu og sérstaklega þar sem verið sé að vinna að góðu málefni.  Hún sagði að í kvöld yrði gott veður til að skjóta upp flugeldum í Eyjum, en aðspurð sagðist hún sjálf bara nota heimatilbúin trix, hún sendi á loft nornaelda, kveikti galdrabrennu í Stafsnesi í kvöld og kallaði fram eldglæringar eftir því sem hún nennti.  Í nótt væri sérstök galdastefna hjá sér í Dalfjallinu og myndu kerlingar mæta hvaðanæva af norðurlöndunum, vinkonur hennar til margra ára.

Nánari Úrslit:

Mótið í heild.
1. Björn Ívar Karlsson 8,5 vinningar
1. Einar K. Einarsson 8,5 vinningar
3. Sverrir Unnarsson 6 vinningar
4. Lúðvík Bergvinsson 5 vinn.
4. Nökkvi Sverrisson 5 vinn.
4. Þórarinn Ólafsson 5 vinn.
4. Stefán Gislason 5 vinn.

Yngri en 15 ára.
1. Kristófer Gautason 4,5 vinn.
2. Daði Steinn Jónsson 4 vinn.
3. Sigurður Magnússon 3 vinn.

Yngri en 12 ára.
1. Sigurður Magnússon 3 vinn.
1. Jörgen Freyr Ólafsson 3 vinn.
3. Eyþór Daði Kjartansson 2 vinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband