27.12.2011 | 10:49
Sverrir vann MCIIL Jólamót TV
Á jóladag fór fram 1148 (MCIIL eða MCXLVIII) Jólamót TV og varð sigurvegari að þessu sinni Sverrir Unnarsson sem vann alla andstæðinga sína og fékk veglegan pakka af jólakonfekti í verðlaun. Að þessu sinni mættu níu keppendur, spariklæddir og fínir eftir venju þessa dags. Tefldar voru 5 mínútna hraðskákir og höfðu ungu mennirnir þar nokkuð forskot á þá sem eldri eru og svifaseinni, allir nema Sverrir sem er í hörkuformi.
Sæti | Nafn | Vinn | SB |
1 | Sverrir Unnarsson | 8 | 32,00 |
2 | Nokkvi Sverrisson | 7 | 24,50 |
3 | Dadi Steinn Jonsson | 5 | 14,50 |
4 | Kristofer Gautason | 4½ | 12,00 |
5 | Einar Sigurdsson | 4 | 11,50 |
6 | Stefan Gislason | 3½ | 8,00 |
7 | Karl Gauti Hjaltason | 3 | 6,50 |
8 | Thorarinn I Olafsson | 1 | 0,50 |
9 | Hafdis Magnusdottir | 0 | 0,00 |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.