Nýjir öflugir liðsmenn í TV.

  Í sumar hefur ekki verið mikið um að félagaskipti í TV og mun minna en undanfarin ár, en fyrir nokkru síðan gerðist það að stórmeistarinn Henrik Danielsen (2535) gekk til liðs við Taflfélag Vestmannaeyja en síðustu ár hefur Henrik verið í Haukum en þar áður í TV og Hróknum.  Við bjóðum Henrik velkominnn í félagið og væntum góðs samstarfs með honum.

  Þá gekk Bjarni Hjartarson (2093) í raðir TV en hann hefur teflt fyrir Fjölni í efstu deild undanfarin misseri. Bjarni hóf sinn feril í TR í kringum heimsmeistareivígið 1972 og þótti fljótt á meðal efnilegustu unglinga landsins. Hann hefur verið tíður gestur á Reykjavíkurkákmótunum undanfarin ár.

  Úr félaginu gengu þeir Lárus Knútsson (2080) og IM Sævar Bjarnason (2142) sem gekk í Skákfélag Íslands og er þeim þökkuð samfylgdin í gegnum árin, en Sævar yfirgefur nú félagið eftir áralanga veru í röðum okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband