"Við erum að reyna að hjálpa börnum sem eru að deyja úr hungri"

2. Nansý Davíðsdóttir og Þorgrímur Þráinsson.Skákbörnin sem safna fyrir sveltandi börn í Sómalíu skora á Íslendinga, meistara sem byrjendur, stráka og stelpur, afa og ömmur, að mæta í Ráðhús Reykjavíkur á sólríkum sunnudegi. Þar tefla börnin við gesti sem leggja sitt af mörkum í söfnunina ,,Við erum ein fjölskylda“ á vegum Skákakademíu Reykjavíkur og Skáksambands Íslands.

Öll framlög fara í baráttu Rauða krossins við hungursneyðina í Sómalíu, en þar eru 350 þúsund börn í lífshættu vegna hungurs. Íslensku börnin byrjuðu maraþonið í Ráðhúsinu á laugardagsmorgun, þegar Donika Kolica, 14 ára, sigraði Jón Gnarr borgarstjóra. Í viðtali við fjölmiðla eftir skákina sagði Donika, sem kom til Íslands frá Kosovo fyrir fjórum árum: ,,Það skiptir engu máli hvort þú vinnur eða tapar. Við erum bara að reyna að hjálpa börnum, sem eru að deyja úr hungri. Margt smátt gerir eitt stórt."

Börnin söfnuðu næstum hálfri milljón á fyrri degi maraþonsins, enda lögðu margir leið sína í Ráðhúsið til að spreyta sig gegn börnunum í skák, og láta um leið gott af sér leiða. Maraþonið heldur áfram á sunnudag frá klukkan til 10 til 18. Börnin hafa unnið hug og hjörtu gesta og áhorfenda, og vona að sem flestir mæti í Ráðhúsið í dag.

- BÍK 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband