Björn Ívar sigurvegari á Vormóti TV

 Lokaumferđ Vormótsins fór fram í kvöld. Björn Ívar hafđi vinningsforskot fyrir umferđina en Nökkvi og Sverrir komu á hćla hans.

Sverrir hafđi hvítt á Björn Ívar í kvöld, í hörkuspennandi skák sem tók yfir 80 leiki. Byrjunin var róleg stöđubarátta í Sikileyjarvörn ţar sem keppendur stilltu mönnunum upp í ákjósanlegar stöđur og hikuđu međ ađ taka af skariđ. Björn Ívar var kominn međ nokkuđ ţćgilega stöđu í miđtaflinu ţegar Sverrir ákvađ ađ stofna til uppskipta, sem sennilega var misráđiđ, ţví í framhaldinu náđi svartur tökum á stöđunni sökum veikrar kóngstöđu hvíts. Svartur vann peđ í framhaldinu en hvítur fórnađi ţá peđi, sem var klárlega praktískasti möguleikinn og treysti á virka vörn. Virk vörn er best í hróksendatöflum og var ţarna um hárrétta ákvörđun ađ rćđa hjá Sverri. Stađan var hins vegar unnin á svart engu ađ síđur og međ bestu taflmennsku hefđi Björn getađ klárađ skákina í endataflinu. Honum urđu hins vegar á stórkostleg mistök og Sverrir hefđi getađ snúiđ taflinu viđ og knúiđ Björn til uppgjafar (47. Hc5! í stađ 47. Ha5?)! Hins vegar misstu báđir keppendur af ţessum möguleika og skákin hélt áfram međ ađeins betri stöđu á svart. Fljótlega skiptist upp í endatafl sem er frćđilegt jafntefli og tefldi Sverrir hárrétt allt til loka ţegar hann lék 78. Ha3 í stađ 78. Hc2! sem heldur jafntefli. Hugmyndin er ađ svara 78..Hb5 međ 79. Hg2+! og svartur verđur ađ sćtta sig viđ jafntefli. Eftir ţessi mistök hvíts vann svartur, ţó međ nokkrum blendnum tilfinningum eftir ţessa sviptingasömu skák. Skákina má sjá hér ađ neđan.

Dađi Steinn hafđi hvítt á Nökkva, sem tefldi mjög skemmtilega samsuđu af Najdorf-afbrigđinu og dreka-afbrigđinu, sem hefur veriđ kallađ ţví skemmtilega nafni Dragondorf. Dađi Steinn brást ekki rétt viđ og eftir uppskipti á hvítreita biskupum náđi Nökkvi öllum völdum á stöđunni međ Rc4! Ţađ var lítiđ sem hvítur gat gert í framhaldinu ţví međ hnitmiđuđum sóknarleikjum innbyrti Nökkvi vinninginn af öryggi.

Gauti hafđi hvítt á Jörgen, sem mćtti ekki til leiks og tapađi ţví.

Hafdís hafđi hvítt á Róbert og tefldist ţar nokkuđ hefđbundinn ítalskur leikur. Svartur náđi snemma frumkvćđinu og valdi hárrétt framhald međ ţví ađ fara í sókn á drottningarvćngnum međ Db8. Hafdís brást ekki rétt viđ og tapađi liđi og skákinni skömmu síđar.

Sigurđur hafđi hvítt á Eyţór, sem mćtti heldur ekki til leiks og tapađi.

Lokastađan er ţannig ađ Björn Ívar stendur uppi sem sigurvegari međ 5 vinninga af 5 mögulegum. Nökkvi er annar međ 4 og Sverrir, Gauti og Róbert nćstir međ 3 vinninga. Sverrir er hćstur ţeirra af stigum.

úrslit lokaumferđar

Bo.NamePtsRes.PtsName
1Sverrir Unnarsson30  -  14Bjorn-Ivar Karlsson
2Dadi Steinn Jonsson20  -  13Nokkvi Sverrisson
3Karl Gauti Hjaltason2+  -  -Jorgen Freyr Olafsson
4Hafdis Magnusdottir10  -  12Robert Aron Eysteinsson
5Sigurdur A Magnusson1+  -  -˝Eythor Dadi Kjartansson


Lokastađan

RankNameRtgPtsBH.
1Bjorn-Ivar Karlsson2220514˝
2Nokkvi Sverrisson1824413
3Sverrir Unnarsson1929315
4Karl Gauti Hjaltason1537313˝
5Robert Aron Eysteinsson1399311˝
6Dadi Steinn Jonsson1732215˝
7Sigurdur A Magnusson1369210˝
8Jorgen Freyr Olafsson1154
9Hafdis Magnusdottir11351
10Eythor Dadi Kjartansson1258˝12˝

chess-results


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband