28.4.2011 | 00:17
Björn Ívar efstur fyrir lokaumferð Vormótsins
4. umferð Vormótsins fór fram í kvöld.
Nökkvi hafði hvítt á Björn Ívar, sem tefldi Sikileyjarvörn. Nökkvi tefldi nákvæmt og uppskar rýmra tafl út úr byrjununni. Björn ákvað að fórna peði í miðtaflinu sem var misráðið og Nökkvi fékk töluvert betra tafl. Honum varð á ónákvæmni í flækjunum og Björn snéri taflinu sér í vil með skiptamunsfórn. Með bestu taflmennsku hefði hvítur sennilega átt að halda jöfnu en eftir uppskiptin vann Björn peð og skákina í framhaldinu.
Gauti hafði hvítt á Sverri. Upp kom Najdorf-afbrigði Sikileyjarvarnar og tefldi Gauti nokkuð óvenjulega gegn því en uppskar heldur betra tafl eftir mjög athyglisverða peðaframrás (a4-a5!). Taldi undirritaður ,,menntaða" taflmennsku Gauta eftir byrjunina bera vott um það að hann er að bæta sig sem skákmaður. Hvítur missti hins vegar þráðinn í framhaldinu og lenti í klemmu á drottningarvængnum en hefði í stað þess getað haldið pressunni. Sverrir innbyrti vinninginn af öryggi eftir það.
Jörgen hafði hvítt á Róbert og tefldu þeir skoska-leikinn. Jörgen fékk betra tafl eftir byrjunina en tefldi alltof hratt og missti frumkvæðið úr höndum sér. Róbert vann peð í framhaldinu og eftir ónákvæmni hvíts vann svartur örugglega.
Sigurður hafði hvítt á Daða Stein sem tefldi Nimzo-indverska vörn. Byrjunarleikirnir voru nokkuð hefðbundnir þangað til Sigurður lék klaufalega af sér peði. Daði Steinn nýtti sér það og hvíta staðan hrundi í kjölfarið. Öruggur sigur svarts.
Eyþór átti að hafa hvítt gegn Hafdísi en mætti ekki til leiks og uppskar Hafdís því sinn fyrsta punkt í mótinu.
Lokaumferðin fer fram nk. miðvikudag kl. 19:30.
- BÍK
úrslit 4. umferðar
Bo. | Name | Pts | Res. | Pts | Name |
1 | Nokkvi Sverrisson | 3 | 0 - 1 | 3 | Bjorn-Ivar Karlsson |
2 | Karl Gauti Hjaltason | 2 | 0 - 1 | 2 | Sverrir Unnarsson |
3 | Jorgen Freyr Olafsson | 1½ | 0 - 1 | 1 | Robert Aron Eysteinsson |
4 | Sigurdur A Magnusson | 1 | 0 - 1 | 1 | Dadi Steinn Jonsson |
5 | Eythor Dadi Kjartansson | ½ | - - + | 0 | Hafdis Magnusdottir |
staðan eftir 4. umferð
Rank | Name | Rtg | Pts | BH. |
1 | Bjorn-Ivar Karlsson | 2220 | 4 | 9 |
2 | Nokkvi Sverrisson | 1824 | 3 | 9 |
3 | Sverrir Unnarsson | 1929 | 3 | 8 |
4 | Karl Gauti Hjaltason | 1537 | 2 | 9½ |
5 | Dadi Steinn Jonsson | 1732 | 2 | 9½ |
6 | Robert Aron Eysteinsson | 1399 | 2 | 8½ |
7 | Jorgen Freyr Olafsson | 1154 | 1½ | 5½ |
8 | Sigurdur A Magnusson | 1369 | 1 | 8½ |
9 | Hafdis Magnusdottir | 1135 | 1 | 4½ |
10 | Eythor Dadi Kjartansson | 1258 | ½ | 8 |
pörun 5. umferðar (lokaumferð)
Bo. | Name | Pts | Res. | Pts | Name |
1 | Sverrir Unnarsson | 3 | 4 | Bjorn-Ivar Karlsson | |
2 | Dadi Steinn Jonsson | 2 | 3 | Nokkvi Sverrisson | |
3 | Karl Gauti Hjaltason | 2 | 1½ | Jorgen Freyr Olafsson | |
4 | Hafdis Magnusdottir | 1 | 2 | Robert Aron Eysteinsson | |
5 | Sigurdur A Magnusson | 1 | ½ | Eythor Dadi Kjartansson |
chess-results
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.