Eyjamenn í 4 sæti á Íslandsmótinu.

  Nú er lokið Íslandsmóti barnaskólasveita og fóru leikar þannig að okkar sveit lenti í 4 sæti aðeins hársbreidd frá bronsverðlaunum, 0,5 vinningi.

  Í 5 umferð töpuðu þeir fyrir Álfhólsskóla 2,5-1,5 og í 6 umferð töpuðu þeir stórt fyrir sigurvegurunum úr Rimaskóla 4-0, en unnu í síðustu tveimur umferðunum 4-0 og enduðu með 24 vinninga.

  B sveitin skipuð þeim Hafdísi og Daníel Má stóð sig vel og náðu 15 vinningum þó þau væru aðeins tvö í sveitinni og þurftu alltaf að gefa tvær skákir í hverri umferð.  Hafdís fær líklega borðaverðlaun á öðru borði en hún náði 8 vinningum af 9 mögulegum.  Glæsilegt hjá henni.  Daníel Már hlaut 7 vinninga á fyrsta borði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband