Stórt tap gegn Salaskóla.

  A sveit Eyjakrakka hefur 14,5 vinning eftir 5 umferðir á Íslandsmóti barnaskólasveita og verður að berjast um verðlaunasæti á morgun, þegar síðustu 4 umferðirnar verða tefldar.  Sem stendur er sveitin í 4 sæti og mætir sveit Álfhólfsskóla í fyrramálið kl. 11. Efst er sveit Rimaskóla með 18 vinninga og í öðru sæti sveit Álfhólsskóla með 17 vinninga.

  Það sem gerði útslagið með sigurlíkur okkar krakka var stórt tap gegn Salaskóla í 4 umferð þar sem Salaskóli sigraði 4-0.  Í 3 umferð unnum við Melaskóla 2,5-1,5 en að öðru leyti unnust viðureignir 4-0.

  Þó mótinu sé ekki lokið, þá eru sigurlíkur okkar hverfandi.  B sveitin hefur 8 vinninga og er neðarlega, en hún er aðeins skipuð 2 liðsmönnum.

  Á morgun munum við fylgjast með gangi okkar krakka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband