A sveitin með 8 vinninga og B með 3.

  Nú þegar tvær umferðir eru búnar á Íslandsmóti barnaskólasveita hefur A sveit Eyjamanna 8 vinninga af 8 mögulegum og í næstu umferðum mæta þeir sterkustu sveitum mótsins. A sveitin er skipuð eftirtöldum : Sigurður A Magnússon, Róbert A Eysteinsson, Jörgen F Ólafsson, Eyþór D Kjartansson og varamaður er Guðlaugur G Guðmundsson, en hann gat ekki vegna reglna mótsins teflt með B sveitinni þar sem hann þarf að vera til taks fyrir A sveitina þar sem Eyþór þarf að fara í kvöld vegna fermingar bróður síns á morgun.

  B sveitin er því þunnskipuð vegna ofangreinds og aðeins tveir meðlimir í þeirri sveit, Hafdís Magnúsdóttir og Daníel Már Sigmarsson, eftir tvær umferðir hafa þau 3 vinninga af 4 mögulegum og eru auðvitað rétt fyrir neðan miðju á mótinu.  En gott hjá þeim engu að síður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband